Skírnir - 01.01.1985, Page 217
SKÍRNIR
RÝMI/TÍMI I VERKUM ERRÓS
185
ingu þess. Dýptarhugmyndin er enn afar hefðbundin, þar sem
þetta furðulega landslag virðist bókstaflega sett á svið. Þannig
sjáum við hvernig Erró stráir yfir myndflötinn fjölda ólíkra hluta,
en dreifing þeirra virðist þó byggjast á agaðri hugsun og skipu-
lagningu. Formskriftin er orðin nákvæmari og skýrari og minna
hin mjúku lokuðu form, sem sett eru við hliðina á „eftirprentun-
um“ af kökum, vélum, dýrum og málverkum, ögn á Dali.
Þessi umrædda mynd stefnir enn saman tvenns konar ólíku
myndmáli. í fyrsta lagi myndmáli sem einkennist af expression-
isma og krefst beinna afskipta listamannsins og er að jafnaði nefnt
sköpun, og í öðru lagi myndmáli sem styðst við áður þekktar
myndir og nefnt er endursköpun. Myndlistarmenn sjöunda ára-
tugarins, vel vitandi um smæð sína í allsnægtaþjóðfélagi nútím-
ans, neysluþjóðfélaginu, geta ekki lengur trúað á hugmyndir um
frelsi eða reynslu. Líkt og rithöfundar (Genet, Proust, Sartre) og
gagnrýnendur (Blanchot, Barthes) neyðast þeir til að draga þá
ályktun að þeir sjálfir séu ekki forsenda fyrir inntaki verksins.
Frumleg sköpun höfunda er dautt hugtak:
Það er sama hvað ég mála eða set á svið - hlut, mannveru, hrein form - alltaf
er þar eitthvað fyrir, sem tekur til máls á undan mér: tungumál mitt er ekki
nándar nærri hreint, ferskt, frumlegt, leiðitamt einhverri óljósri innri
tjáningarþörf; það flækist undireins í alls konar forða, fjársjóði, vöruhýsi,
stofna - sem kallast ósjálfráð minning eða safn ímyndunarinnar - af formum
og merkingu sem þröngva sér upp á mig áður en ég svo mikið sem hreyfi litla-
fingur.2
Þar sem listamaðurinn er aðeins orðinn hlekkur í óendanlegri
keðju verður hann að fella brott úr listrænum orðaforða sínum
orð eins og sköpun og nota í þess stað hógværari hugtök eins og
hagræðing eða val á kostum. Erró gerði sér strax ljósa hina nýju
stöðu listamannsins, og 1963 hverfur hann frá formsköpun og
snýr sér alfarið að myndum fjölmiðlaheimsins, sem hann teiknar
upp og hrúgar í andstæðum á myndflötinn. En listamaðurinn
hafði kynnst þessari óbeinu meðferð á myndinni í samklippum
allt frá árinu 1958. Þær höfðu örvað smekk hans fyrir hinum
ófyrirsjáanlegu stefnumótum á fletinum, fyrir brotabrotunum og