Skírnir - 01.01.1985, Page 220
188
GUNNAR B. KVARAN
SKfRNIR
í þessari gerð mynda, þar sem myndbyggingin sameinar fjölda
ólíkra mynda og þar af leiðandi margs konar tíma og rými, er auð-
séð að einnig þar er leitast við að rjúfa hefðbundið sjónblekking-
arrými með því að tefla saman annarri og þriðju víddinni, fleti og
dýpt.
2. Einrými
Hér mætist fjöldi hluta samtímis, og samlagast fullkomlega í sam-
eiginlegu rými. Hér hafnar listamaðurinn líkt og áður, en á annan
hátt, dýpt endurreisnartímans sem vildi líkja nákvæmlega eftir
raunveruleikanum.
í þessum myndaflokki skapar Erró reyndar „opinn glugga“
gegnt mótsagnakenndum heimi, gegnt tvíræðum leik annarrar og
þriðju víddarinnar. í rauninni má segja að hér þvingi listamaður-
inn sjónblekkinguna í annað veldi, með því að stefna saman
myndahlutum sem vísa til ólíkra staða og tíma. Þessi viðleitni til
að safna margs konar tíma undir eina sýn er ekki óskyld kúbism-
anum. En það sem er athyglisvert í málverkum Errós er að sér-
hver hlutur er hlaðinn eigin sjónblekkingarmætti, enda enn
merktur hinni upprunalegu myndbyggingu, myndmáli og
formskrift. Andspænis slíkum verkum er vart hægt að nota dýpt-
armælikvarða eldri kynslóða. Við stöndum frammi fyrir nýrri teg-
und málverka, sem lýtur þó hefðbundnum fagurfræðilegum ein-
kennum eins og samhljómun og jafnvægi.
3. Umskiptingar
Þessi síðasti myndaflokkur er nokkuð sérstæður þar sem hér er
um að ræða myndir sem allt eins gætu fallið undir annan hvorn
fyrri flokkinn. Myndir eins og Papa Mondrian úr syrpunni Pope
Art, 1965, eða Wagner 1883 Venus úr syrpunni Dephysionomies,
1965, hefði eflaust verið hægt að setja í flokkinn Fjölrými. Og
myndir eins og Les tableaux tournants, 1969, og Mulages úr syrp-
unni, Le portrait professionnel, 1969, hefði kannski mátt setja í
flokkinn Einrými. En þessar myndir falla þó í sérstakan flokk því
að þær eru eldri verk sem listamaðurinn hefur umbreytt gjörsam-
lega í úrvinnslu sinni á gangverki þeirra og eðli. Þessi umbreyting