Skírnir - 01.01.1985, Page 222
190
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
Þannig er allt gert til að undirstrika flatarkennd myndverksins, og
línulegur lestur látinn vega upp á móti sjónrænni skynjun.
í myndinni The teletransfer ofWall Street, 200x130 sm, úr syrp-
unni Juxta-paintings, 1964—1966, kynnumst við nýju sjónarhorni
á greiningarhugtakinu fjölrými. í fyrrnefndri mynd, Dogfood,
var sérhver mynd einangruð og heildin fullkomlega í tvívídd. Hér
teiknar listamaðurinn aftur á móti upp bakgrunn, rými, þar sem
raðað er inn samhliða myndakubbum (sem leiða okkur um alls
konar tíma og rými) sem þekja tvo þriðju hluta flatarins. Með til-
komu baksviðsins, og sérstaklega ljóssins, verður hér til eins
konar framlenging á hinni óræðu dýpt sem einkenndi sum verk
Errós á árunum 1958-1963. En í þessari mynd leggur hann greini-
lega mun meiri áherslu á skipulagningu rýmisins heldur en tján-
ingu. í neðri hluta myndarinnar eru menn, tígrisdýr og fjallasýn,
sem leiða áhorfandann inn í þriðju víddina. Efri hluti myndar-
innar er aftur á móti hlaðinn myndkubbum sem virðast svífa eða
hanga í rýminu. Sérhver myndkubbur hefur að geyma dýpt,
sjónblekkingu, sem heildarvirkni flatarins dregur þó úr. Þessi tvö
myndmál, rými og flötur, útiloka í raun hvort annað, þannig að
áhorfandinn skynjar nákvæmlega hlutveruleik myndarinnar.
Myndkubbarnir vega því upp á móti þeirri fjarvídd sem gefin er í
skyn í neðri hluta myndarinnar og leiða til truflandi sveiflu milli
annarrar og þriðju víddarinnar. Samtengdir fletir kubbanna virka
í reynd sem „tjald“ sem rennt er fyrir hið ímyndaða rými neðri
hlutans og minna á hinn raunverulega myndflöt.
í myndinni Philippe IV vieillissant del7ans á travers les Beatles
(Philippe eldist um 17 ár í gegnum Bítlana), 140x140 sm, úr syrp-
unni Juxta-paintings, sjáum við ennþá betur en í fyrri myndum
hversu hugmyndir um tímann eru mikilvægar í rýmistilraunum
listamannsins. í efri hluta myndarinnar hefur Erró sett inn í rýmið
vel afmarkaðar myndir sem sýna og búta niður iðnaðarsvæði. í
neðri hlutanum skiptast hins vegar reglulega á andlitsmyndir af
Philippe og þeim sem skipuðu hljómsveitina The Beatles. Hér
persónugerir listamaðurinn því fjögur ólík tímabil í myndum af
kónginum sem eldist um 17 ár „í gegnum Bítlana“. Og ef við
segjum að kúbistarnir forðum hafi viljað lýsa fjórðu vídd hluta á
myndfletinum þá vill Erró sýna tímann í enn stærra samhengi.