Skírnir - 01.01.1985, Page 224
192
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
145x114 sm, úr syrpunni La peinture en groupes, 1967, er einnig
flatarmynd. Bakgrunnurinn er ekki lengur upplýstur og hefur því
misst óendanlega fjarvíddarblekkingu fyrri mynda. Bakgrunnur-
inn er nú málverk, þar sem listamaðurinn leggur hlið við hlið
fjölda málverka, en þó ekki eins skipulega og í fyrri myndum.
Þannig eru myndrýmin ekki algerlega afmörkuð heldur skarast
og lenda oft innan sama myndramma. Hér eru því myndirnar ná-
tengdar hver annarri þrátt fyrir afmörkuð rými, einkum vegna
sameiginlegrar expressionískrar formskriftar sem er bæði í bak-
grunninum og einstökum myndum. Formskriftin er í anda þeirra
listamanna sem vísað er til, en ber þó ávallt á endanum einkenni
einföldunaraðgerða Errós og skapar þannig einingu og heildar-
svip í verkinu.
í Comiscape, 200x300 sm, úr syrpunni Made in Japan, 1972, er
á ferðinni tvöfaldur formrænn lestur. Fyrst er það hefðbundinn
línulestur teiknimyndasagna, þar sem stefna atburðarrásar og
texta er frá vinstri til hægri. Síðan er það stígandi lestur þar sem
stefnan er gefin með minnkandi myndum eftir því sem ofar
dregur á myndfletinum. Fessi lestrarstefna endar svo í óendan-
legum geimi (kosmósi) rétt fyrir neðan myndrammann. Fjarvídd-
arblekkingin er því undirstrikuð með lokuðum myndum sem fjar-
lægjast inn í óendanlegt opið rýmið, þar sem sprengjur, gervi-
tungl og fljúgandi hlutir virðast flæða út fyrir myndrammann og
framlengja þannig rýmið út fyrir myndflötinn. Við getum þó ekki
talað um „sviðsetningu“ opinna og lokaðra forma, því að lista-
maðurinn setur „framan við“ myndflötinn myndir af vélum og
teiknimyndahetjum sem fljúga skáhallt inn í og út úr rýminu og
tengja þannig miðflöt myndarinnar við óendanleika geimsins. En
þrátt fyrir allt leyfir þessi mynd ekki raunverulegan dýptarlestur,
vegna þess í fyrsta lagi að hún byggist á tvívíðum heimildum, og
í annan stað gerir listamaðurinn ekkert til að breiða yfir það í úr-
vinnslunni. Hvað er svo sem flatara en teiknimyndin?
Flestar þær teiknimyndir sem Erró tekur að láni eru studdar rit-
uðum texta (bulles, onomatopees), sem krefst auðvitað tvívídd-
arlestrar. Þeir textar í þessari mynd, sem koma í veg fyrir dýptar-
verkun, eru orðið „America“ sem stiklar yfir þrjár myndir, og
síðan texti við myndina af Tomma (niðri til hægri), sem tekur