Skírnir - 01.01.1985, Page 228
194
GUNNAR B. KVARAN
SKfRNIR
táknrænn) teknir saman inn í eina myndbyggingu, sem einkennist
af einingu í formskrift, enda vildi listamaðurinn sýna sambærileg
myndmál í þessri mynd. „Ég byrjaði á þessari mynd vegna þess
hve mér þótti myndin af Lenin eftir Ivanov máluð 1964 lík mál-
verki eftir Wayne Thibaud, Man reading, máluðu 1963.“
Málverkið Roy Lichtenstein: Femme dans unfauteuil (1963) og
Maiakowski: Couverture d’une brochure de propagande contre
l’alcoolisme (1920) er einnig í þremur hlutum. Þar leikur Erró
með svipaða tækni þessara tveggja mynda. „Einfalt formið og
flatarverkun með punktum er svipuð í verkum Maiakowski og
Lichtenstein.“7 Hér tengir listamaðurinn enn einu sinni myndir
sem koma upprunalega frá fjarlægum stöðum og ólíkum tímum.
Og þó myndbyggingin virðist í fyrstu tilviljunarkennd þá er sam-
ræmi í myndinni, sem einkum er fengið með einingu í formskrift.
Myndin Che, 200x300 sm, 1976, er málverk sem hefur nokkra
sérstöðu í þessum flokki sem hér er nefndur „myndir í 2-3
hlutum“. Þetta er einnig myndþrenna (triptyque) og ennfremur
er sérhver myndhluti brotinn upp í fjölda ólíkra tíma og mörg
rými. Enda þótt myndinni sé deilt upp í þrjá hluta hefur Erró
skapað einingu með hornalínu sem gengur frá Che, uppi til
vinstri, niður á neðri hluta miðflatarins og loks upp til hægri.
Þannig lætur listamaðurinn eina hreyfingu bera uppi mismunandi
tíma og ólík rými, þó svo að sérhver formrænn hluti eða atburður
lifi sínu sjálfstæða lífi. Erró tekst að sætta tvær andstæðar mynd-
byggingar með því að setja lóðrétta og lárétta krafta inn í hreyfi-
verkun hornalínunnar og framkalla um leið sjónrænt flökt hjá
áhorfandanum milli annarrar og þriðju víddarinnar. Formskriftin
eða myndmálið í þessu verki, líkt og í fyrri verkum, ber öll ein-
kenni frummyndarinnar, sem er því ávallt til staðar milli lista-
mannsins og listaverksins. En þessi ólíku formskriftarbrot eru þó
á engan hátt í innbyrðis ósamræmi, því að listamaðurinn hefur í
listrænni úrvinnslu sinni léð þessum ólíku brotum sína eigin
formskrift. í verkinu Che endurritar listamaðurinn t. d. fjölda
ólíkra teiknimyndastílbrigða, en samræmir og skapar í rauninni
nýja myndtegund, nýja formskrift.
Þessi nýja myndtegund, sem blandar saman á myndfletinum
ólíkum tímum og rýmum, neyðir ávallt áhorfandann til að gera