Skírnir - 01.01.1985, Síða 234
200
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
sögur, búa yfir lágmarks upplýsingagildi. En flestar myndir Errós
blanda saman margvíslegum hlutum úr ólíku myndmáli, t. d.
myndirnar The diamond ring, Misimi eða The Queen ofspeed.
í myndinni The Queen ofspeed úr syrpunni The speed, 1970,
leiðir Erró áhorfandann inn í einrými þar sem fyrir eru marg-
víslegar formeindir og hlutir (persónur, vélar, furðuverur . . . þar
sem hlutir, form, eru aðgreind með ólíku myndmáli og uppruna
í tíma og rými). í þessu myndverki skapar Erró dýptarverkun
með því að setja kvenpersónur í forgrunninn, framan við flug-
vélar sem minnka og fjarlægjast í myndrýminu og skapa því víð-
áttumikið rými. En þessi rýmistilfinning er ekki aðeins bundin við
myndflötinn innan myndrammans, heldur vísa atburðirnir út
fyrir myndrammann og krefjast beinnar og virkrar þátttöku áhorf-
andans, sem með upplifun sinni og lestri framlengir þessa dýptar-
verkun óendanlega út í rýmið. Hvað varðar ófyrirsjáanleg stefnu-
mót þessara hluta á myndfletinum þá eru það eflaust gjörningar
hraðadrottningarinnar (The Queen of speed) sem gera að veru-
leika þessi stefnumót ótrúlegustu hluta í ákveðnum tíma og rúmi.
Margvíslegar formeindir fléttast hér saman, en þó ávallt
bundnar sínum upprunalega tíma og rúmi, og á þetta sérstaklega
við um formeindir og hluti sem vísa til annarra verka eftir Erró,
til annarra tímabila á ferli listamannsins. Lítum t. d. á flugvélina
með gulu skrúfuna, neðarlega á myndfletinum. Þetta er sama
flugvélin og hræddi hjúin í myndinni Le deuxiéme cri, 1967-1968.
Sjáum síðan skopmyndina af hermanninum, einnig neðarlega á
myndfletinum, sem stingur af sama krafti og ákafa og í myndinni
Au travail, Lissogorkí frá árinu 1970. Erró notar því í myndinni
The Queen ofspeed myndbrot sem við höfum þegar séð og kynnst
í myndfræði (iconografíu) listamannsins. Myndin er þar af leið-
andi í senn sjálfstætt verk og hluti af stærri heild. Þannig býður
þessi mynd, eins og reyndar fleiri myndir, áhorfendum upp á tvö-
faldan lestur: Annars vegar lestur þar sem áhorfandinn heldur sig
fast við sjálfa myndina og lætur sér nægja að rannsaka, skoða og
lesa innbyrðis tengsl hluta í þessu afmarkaða einrými; og hins
vegar lestur semfekur til fleiri verka listamannsins, eins konar leit
að „frummyndinni". En þessir tveir lestrarmöguleikar tengjast
vegna þess að tíminn í verkum Errós er fullkomlega „afstæður“.