Skírnir - 01.01.1985, Page 235
SKÍRNIR
RÝMI/TfMI í VERKUM ERRÓS
201
í málverkinu Trotskí, 162x130 sm, úr syrpunni Portraits, 1973,
er einrýmið stutt og afmarkað með fjarvíddarbyggingu. í þessu
þrívíddarrými hefur listamaðurinn komið fyrir nokkrum andlits-
myndum af Trotskí, sem gerðar hafa verið á ýmsum skeiðum ævi
hans. Ennfremur er þarna fjöldi hluta sem sýna einstök atvik í lífi
Trotskís. Hér skynjar áhorfandinn ekki lengur né les nútíð, þátíð
og framtíð samkvæmt hefðbundinni tímaröð eða tímatalsfræði,
heldur samtímis í bókstaflegri merkingu. Listamaðurinn tjáir hér
samvirka heildarsýn á myndfletinum. Þessar andlitsmyndir af
Trotskí, sem gefa yfirlit yfir Iífsferil byltingarmannsins og eru hér
sundurgreindar í listrænum tilgangi, vitna sterklega um áhuga
Errós á að tjá tímann í myndverki. Sýni Nu descendant un escalier
eftir Marcel Duchamp sundurgreiningu þess tíma sem tekur að
ganga niður stiga, þá sýna myndir Errós mun yfirgripsmeiri tíma,
þar sem hann lætur einnig rýmið (jafnvel fleiri en eitt) grípa inn í
með fjölbreytilegum hætti.
Fjöldi fjarlægra stunda fléttast einnig saman í myndinni Shake-
speare úr syrpunni Le portrait professionnel, 1969. í þessari
mynd, þar sem rúmtakið er byggt upp með minnkandi formein-
ingum á barokk-grunni, setur listamaðurinn hlið við hlið á
léreftið tvær myndir af Shakespeare á mismunandi aldri. Þá eru
hér einnig vísanir til mismunandi tímabila mannkynssögunnar,
t. d. tímabils Elísabetar, Hitlerstímans (hakakross á handlegg
manntígrisdýrs) og síðan fljúgandi menn. Auk þess eru hér
táknuð á myndfletinum landssvæði sem eru raunverulega fjarlæg
hvert öðru á alheimskortinu (England, Ástralía, Þýskaland, Afr-
íka). Þau birtast hér samtímis á myndfletinum, ásamt þeim at-
burðum sem þar eru að gerast. Þannig tekst Erró að túlka á sinn
hátt þá byltingu sem Shakespeare gerði í leikhúsinu á sínum tíma,
þ. e. að brjóta upp hinar þrjár meginreglur Aristótelesar í leikrit-
un: einingu tíma, staðar og athafna.
í myndinni Apollinaire, 1979, dregur Erró upp „eðlilega"
fjarvídd, með ljóðskáldið sitjandi á stól í forgrunninum. í mið-
grunni myndarinnar er síðan veggur sem virkar sem stoð eða
undirstaða margs konar tíma. Þessi mynd-veggur sýnir okkur
m. a. Apollinaire frá ólíkum sjónarhornum og á mismunandi
aldursskeiðum. Erró minnir okkur ennfremur á verk skáldsins