Skírnir - 01.01.1985, Side 236
202
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
(„Le poéte assassiné", „Alcools“ . . .), ástir hans (Marie, Made-
leine . . .) og virka þátttöku hans í fyrri heimsstyrjöldinni. í stuttu
máli, á alla meginatburði í lífi skáldsins.
En þessi veggur veitir einnig vitneskju um listina og liststefnur
á þessum tíma, því Erró málar upp vísanir til fjölda listamanna
sem störfuðu í byrjun aldarinnar (Picasso, Matisse, Chirico,
Marie Laurencin, Chagall o. s. frv.). Erró tjáir hér samtímis á
léreftinu fjölda þátta úr lífi skáldsins, sem m. a. gerði merkar
rannsóknir á samtíðni í bókmenntum (simultanéité).
Þessar þrjársíðastnefndumyndir, Trotskí, Shakespeare og Ap-
ollinaire, sýna vel hina frumlegu hlið á portrett-hugmyndum lista-
mannsins. Erró dregur upp fjölda mynda (sem tengjast lífi, at-
höfnum og pólitísku og menningarlegu umhverfi mannsins) sem
sameiginlega gefa áhorfandanum heildarmynd af einstaklingn-
um. Það er eins og ein mynd nægi ekki til að lýsa djúpstæðum
persónuleika mannsins; líkt og það þurfi fjölda mynda (jafnvel
mótsagnakenndra) til að ná á léreftið margbreytileik einstakl-
ingsins. Þessi „portrett" minna okkur í raun á að mynd af hlut
jafngildir aldrei hlutnum sjálfum. Andlitsmyndirnar eru ekki leit
að sannleik líkingarinnar:
Hver er líkur hverjum? Líkindin eru samsvörun, en við hvað? Við ímynd. En
þessi ímynd er óljós, jafnvel ímyndun, þannig að ég get ótrauður talað um lík-
indi án þess að hafa séð fyrirmyndina. Þannig er það méð flestar andlitsmyndir
eftir Nadar (eða eftir Avedon nú á tímum): Guizot er „sjálfum sér líkur“
vegna þess að hann er í samræmi við goðsögnina um strangleika hans; Dumar,
útblásinn og hýr vegna þess að ég þekki drýldni hans og mælgi; Offenbach,
vegna þess að ég veit að það er eitthvað fyndið í tónlist hans (að sagt er); Ross-
ini virðist óekta (virðist það og er því sjálfum sér líkur). Ég sé þá alla, og ég
get undireins sagt þá „sjálfum sér líka“, vegna þess að þeir eru í samræmi við
þær hugmyndir sem ég hef um þá.9
Á sama hátt er Balzác-eldurinn eftir Rodin sá kraftur, sú ákefð,
sem við þykjumst uppgötva við lestur verka hans. Á sama hátt
hefur Lúðvík 14. ekki „raunverulega“ ljóma sólarinnar nema í
hinni frægu mynd eftir Hyacinth Rigaud, sem máluð var árið
1701. Mikinn hluta þekkingar okkar öðlumst við af myndum og þá
sér í lagi þekkingu okkar og skilning á frægum persónum. (Við
uppgötvum einnig þessar sögufrægu persónur við lestur alfræði-