Skírnir - 01.01.1985, Page 240
206
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
í þessum tveimur fyrrnefndu myndum (eins og reyndar líka í
þeim myndum sem við höfum séð úr syrpunni Baroquisme eða
Made in Japan) hefur Erró skapað nýja möguleika, nýtt tjáning-
arform til að sýna samtímis ólík svæði, umhverfi og tíma í einu og
sama rými. Listamaðurinn setur hér hluti, afmarkaða í tíma og
rúmi inn í alls óskylt rými. Þessir andstæðu hlutar eru síðan sam-
einaðir í hefðbundinni þrívíddarmyndbyggingu endurreisnar-
manna. En slíka myndbyggingu hefur listamaðurinn einnig valið
til að nota í verk úr syrpunni 4 cities frá 1972, og Chinese paint-
ings frá árinu 1974.
Á árunum 1975-1976 sýnir Erró myndflokka þar sem hann
tengir saman þekktar nektarmyndir og myndir af geimförum, en
samleikur þessara tveggja myndhluta, sem er hlaðinn margvís-
legum hugtengslum, er einnig oftast nær settur inn í hefðbundið
sjónblekkingarrými. í myndinni Skylab, 100x60 sm, kemur lista-
maðurinn fyrir í forgrunni nöktum konum eftir Ingres í lostsam-
legum stellingum, sem virka sem alger andstæða við hina ísköldu
geimfara í bakgrunninum. í myndinni Sur Venus, 95x78 sm, raðar
listamaðurinn saman í forgrunninum framan við geimskipið
bandarískum geimförum, ásamt ástargyðjunni í makindarlegri
stellingu og er hún umkringd holdugum englakroppum (ávallt
Ingres). í myndinni Gemini Twins, 99x81 sm, hefur Erró komið
fyrir í forgrunni þekktri mynd eftir Boucher af konu sem liggur
mjúklega á hægindi og í miðgrunninum er mynd af geimfara á
fullum krafti við æfingar. Áhorfandinn stendur því ekki aðeins
andspænis stefnumóti tveggja ólíkra tíma sem persónugerðir eru
með fyrirgreindum hætti, heldur jafnframt andspænis samtíðni
nokkurra þrepa í snúningi geimfarans, með öðrum orðum: and-
spænis endurtekinni táknmynd hraðans, sem er skoðuð er frá
ólíkum sjónarhornum. Þannig sjáum við hér vilja listamannsins
að tjá og sýna samtímis í einu rými veruleika, sem eru fjarlægir í
tíma og rúmi, og auk þess vill hann gefa í skyn ákveðinn hraða á
myndfletinum.
Einrýmismyndirnar eru gerðar af samklippum af ýmsu tagi, en
við ætlum aðeins að líta á nokkrar þeirra. Fyrsta tegundin leggur
áherslu á þyrpingu, þar sem óhóflega er raðað saman formum og
hlutum af ólíkum uppruna í tvírætt og óskilgreint umhverfi, án