Skírnir - 01.01.1985, Page 241
SKÍRNIR
RÝMI/TlMI I VERKUM ERRÓS
207
þess að virt séu nokkur stærðarhlutföll. Heimssýnin sem við
kynnumst í þessum myndum virðist því sjónrænt ónákvæm og lítt
trúverðug (sjá t. d. Made in Japan no. 5, Á travers l’Atlantique,
La reine Elisabet, Picasso cigarettes o. s. frv.). í annarri sam-
klippuaðferðinni reynir listamaðurinn að fella ákveðnar form-
eindir eða hluti inn í formlega rökrétt rými þannig að myndirnar,
sem oftast sýna þriðju víddina, virðast í senn eðlilegar og senni-
legar, eins og sjá má í Appollinaire, Le deuxiéme cri, Mao in Paris
eða Formentera. Hvað varðar sjálfar samklippueindirnar þá
getum við talað um þrjár tegundir. Fyrst eru það samklippuhlutar
sem koma ósnertir í heilu lagi inn í myndina og verða hluti af sam-
hangandi heild (Sur Venus, Orson Wells). í annan stað
samklippuhlutar ummyndaðir inn í myndheildina (Le chatenor,
Elísabet drottning í myndinni Shakespeare). Loks eru samklippu-
eindir sem þegar hafa orðið fyrir umtalsverðum breytingum áður
en þær bárust listamanninum í hendur (samsettar persónur í
myndinni La magie de Naser eða Mickey). En þessar tvær síðast-
nefndu tegundir minna okkur á afskræmingarhugmyndir eins og
þær sem eru skilgreindar í Le petit Robert: Afskræmi: lifandi vera
eða líffærakerfi, vansköpuð vegna lýta eða óeðlilegrar stöðu
lima.
Og það er gnægð afskræma í verkum Errós, og afskræmi er
einnig gott heiti á þeim verum eða fígúrum sem við kynnumst í
myndum af því tagi sem hér eru nefndar umskiptingar.
c) Umskiptingar
í þeim syrpum, sem við ætlum að rýna nánar í hér á eftir, kynn-
umst við ótrúlegri fjölbreytni afskræma. Með því að líta yfir
syrpur eins og Dephysionomies, 1965, eða Cristall, 1969, eða De-
peintres, 1965-1966, og The monsters, 1968, þá sjáum við ótal af-
brigði af verum sem eru afskræmdar, skældar og grettnar, en við
gerð þessara verka gerir Erró tilraunir með fjölda ólíkra aðferða:
1. Hann lætur mið- eða innri hluta myndarinnar snúast, líkt og í
myndunum Tableaux tournants, „Snúningsmyndir“ frá 1969.