Skírnir - 01.01.1985, Page 279
SKÍRNIR
RÝMI/TÍMI f VERKUM ERRÓS
211
Við getum því fylgst með stjarnsprengingum vitandi að þessi
atburður átti sér raunverulega stað fyrir milljörðum ára, og að við
erum að horfa á eitthvað sem er löngu hætt að vera til (óbein út-
sending). Þetta dæmi nægir til að umbylta öllum tímahug-
myndum okkar. Þátíð, nútíð og framtíð eru því ekki lengur
markaðar nákvæmum og ósveigjanlegum tímatakmörkunum og
enda jafnvel með því að gerast samtímis.
Þessi einsteiníska heimssýn virðist vera forsendan að rými og
tíma þess heims sem við kynnumst í verkum Errós. Þar er raun-
veruleiki ólíkra tímaskeiða endursýndur samtímis á myndfletin-
um, þátíð, nútíð og framtíð eru settar fram sem ein heild, að því
er virðist í sjónrænni ringulreið. Verkið Che fjallar t. d. samtímis
um Hitlersinnrás, byltingarverk Che og framtíðarmenningu 26.
aldarinnar. Myndin Expressionisme á travers la premiére guerre
mondiale dregur upp í nokkrum línum líf og list hreyfingarinnar,
þau fjögur ár sem ófriðurinn stóð yfir. En myndin Philippe IV
vieillissant de 17 ans á travers les Beatles leiðir ekki aðeins saman
tvö fjarlæg tímabil, heldur sýnir hún einnig tímalengd, 17 ár í lífi
konungsins. Hvað varðar myndina Apollinaire þá er hún í raun
ævisaga í myndum. Erró brýtur þannig upp þá einingu tíma og
staðar sem við eigum að venjast í myndlist (sjálf popplistin var
aldrei annað en lýsing á sérkennum bandarísks veruleika).
Myndir listamannsins brjóta af sér öll takmörk tíma og rúms og
rugla auk þess náttúrlega skynsemi okkar. Ef segja má að Ein-
stein hafi tekist að setja saman yfirgripsmikið kerfi, þar sem tengd
eru saman af miklu samræmi: rýmið, tíminn, orkan, aflið,
massinn, lögmál rafmagnsins, hitans, segulmagnsins, þyngdarafl
himintunglanna, miðflóttaaflið, hreyfing reikistjarnanna og auk
þess eðli ljóssins, þá hefur Erró tekist í verkum sínum að tileinka
sér þennan jafnvægisheim í öllum sínum margbreytileik. Málverk
listamannsins eru í raun skynsamleg samsetning á ýmsum brotum
úr veraldarsögunni, þar sem sérhver eind í myndum Errós er ekki
einangrað fyrirbrigði heldur viðheldur mismunandi og breyti-
legum tengslum við myndrænar granneindir sínar og stuðlar
þannig að myndun ákveðinnar merkingar. Þegar sérhvert tákn
snertir annað tekur það lit og öðlast nýtt inntak, jafnframt því