Skírnir - 01.01.1985, Page 280
212
GUNNAR B. KVARAN
SKfRNIR
sem það hefur áhrif á viðkomandi tákn. Þetta leiðir af sér aukið
táknrænt gildi verksins.
Málverk Errós einkennast af möguleikum, afstæði, samtíðni. Pau eru vefur
gagnkvæmrar víxlverkunar þar sem hlutir eru ekki til nema í tengslum sínum
við aðra. Fígúrurnar verða til, fæðast af sjálfum sér.11
En þó þessi listaverk búi yfir margvíslegri og margbreytilegri
merkingu má alls ekki skilja það sem svo að þau skorti frummerk-
ingu. Formeindunum eða hlutunum sem vísað er til hefur ekki
verið komið fyrir á tilviljunarkenndan hátt eða þeim hent á lé-
reftið í óreiðu, sem leyfir alls kyns túlkunarmöguleika. Þvert á
móti hafa tengsl þeirra verið ákvörðuð samkvæmt nákvæmum
reglum og rökréttri hugsun, þar sem þekking áhorfandans elur af
sér ákveðna merkingu, „sem í samræmi við anda alheimsins . . .
nær yfir rýmið og tímann í heild sinni, alla mögulega tíma og
möguleg rými“.12 Þessir fjölbreyttu túlkunarmöguleikar virðast
umfram allt koma fram í þeim verkum listamannsins þar sem
hann notar ekki fjarvídd og þar sem fígúrurnar fljóta inni í rým-
inu, að því er virðist á tilviljunarkenndan hátt. Það getur auðveld-
lega lætt inn þeirri ranghugmynd hjá áhorfendum, að þessar
myndir byggist fyrst og fremst á ringulreið. Myndir eins og Doss-
ier Oppenheimer, The twins, or Stalin and the Ostrich, Leonardo
da Vinci og Napoleon, sem eru í bókstaflegri merkingu
upplýsingaflóð, eru þó í eðli sínu afar tvíræðar. Og þar sem lista-
maðurinn flokkar hvorki efni myndarinnar eftir mikilvægi (hiér-
archie) né undirstrikar ákveðna hluti eða form, hvað þá að hann
gefi einhverja lestrarstefnu, þá hikar áhorfandinn eðlilega hálf-
áttavilltur andspænis svo miklu frelsi. Hvar á augað að bera niður
á myndfletinum? Hvernig ber að túlka sérhvert tákn? Við hvað á
að tengja það? Hið hlutlausa rými, sem umleikur þessar ólíku
formeindir, gerir sífelldar millifærslur og ótal skiptingar mögu-
legar. Niðurröðun í þyrpingu býður upp á óvænt tengsl. Og jafn-
vel þegar fígúrurnar eru settar inn í klassíska fjarvídd, og þó
þessar fígúrur séu aðeins nokkrar saman, þá er ein merking aldrei
yfirgnæfandi í frásögninni, heldur býður hún ávallt upp á marg-
breytilegar ályktanir. Nokkrir listgagnrýnendur hafa einmitt