Skírnir - 01.01.1985, Page 281
SKÍRNIR
RÝMI/TfMI f VERKUM ERRÓS
213
fjallað um þessa „óútkljáðu merkingu“, og þessa viðleitni til
„opnunar“ í verkum listamannsins.
Málverk Errós eru svo úttroðin að þau eru að springa, full af merkingu, of-
flæði, tvíræðni. Þau er full af lífskrafti og fyndni. Þessi verk einkennast af
ýkjum, hraða, gnægð, fjöri, krafti, offylli, mettun, óhófi.13
Frjáls hugtengsl, sem málarinn ástundar, og áhorfandinn sem spásserar um
innan málverksins, sem þræðir sitt eigið sjónrænt einstigi, sem hafnar og
þiggur . . . Hver og einn má taka það sem hann vill, velja það sem hann langar
í. Hérna er verk sem er andstæða forpokunar, kerfisfestu og einstefnu,
stöðnunar, allt fullt af hreyfingu og óvæntum atriðum.14
Feikileg sjónræn framleiðsla Errós byggist á því að það séu fyrst og fremst
tákn sem gefi raunveruleikann til kynna, tákn sem engin ein túlkun nái alveg
að spanna. Málverk hans sleppa jafnt undan fjötrum rökhugsunarinnar sem
lýrísku tilfinningaflæði.15
Þegar Erró er spurður um listaverk sín, gætir hann þess vel að
kveða hvorki af né á og lætur þannig hverjum og einum eftir það
frelsi og þá ánægju að gera það. Hann reynir aldrei að útskýra
verk sín, en stundum lætur hann þó fylgja texta sem í anda mynd-
arinnar eru stuttir og lýsandi, eins konar upptalningar, jafnvel að-
eins einstök orð á stangli. Þessa texta má túlka á margvíslegan
hátt og lesa nánast í hvaða röð sem er.
Draumur listamannsins er m. a. að setja saman víðáttumikið
rými hlaðið upplýsingum, jafnvel heila borg þar sem yfirborð
myndarinnar væri ekki hægt að skoða í einni svipan. Sérhver
áhorfandi sem kemur inn í þessa veröld velur sér leið, nemur
staðar hvar og hvenær sem hann vill, snýr við, fer í öfuga átt og
uppgötvar við hverja stefnubreytingu nýjan sjóndeildarhring.
Slíkt þéttbýli krefst í senn hugvitsemi og snerpu af áhorfandan-
um.
Hinn raunverulegi ásetningur listamannsins er að vitna um sinn
eigin tíma með því að búa til „alfræði“-verk, sem snertir sem
flestar hliðar af þekkingu okkar og lýsir inn í sem flestar víddir
þekkingarheims okkar. En þetta minnir okkur óneitanlega á verk
rithöfundarins James Joyce:
Joyce er því með heildarverk í huga, verk sem er alheimur, og miðast ekki við
huga skáldsins einangraðan í fílabeinsturni, heldur við mannlegt samfélag,
söguna og menninguna. Þessi bók (Ulysses) er ekki dagbók listamanns í út-