Skírnir - 01.01.1985, Page 282
214
GUNNAR B. KVARAN
SKÍRNIR
legð í borginni, heldur sérhvers manns, sem er í útlegð í borginni. Jafnframt
er hún alfræðibók, bókmenntaleg summa, . . . verkefni sem ætti að verka á
menninguna í heild með því að samlaga hana sér algjörlega, rífa hana niður á
gagnrýninn hátt, byggja hana upp frá grunni.16
Lestrarblekking - rangsnúinn lœsileiki
Þegar Erró hefur safnað saman öllum nauðsynlegum heimildum
til myndgerðar þá er aðeins eftir að raða þeim saman á mynd-
fletinum þannig að þær myndi eina samvirkandi heild. Það er því
augljóst að tilviljunin kemur hér ekki á nokkurn hátt inn í list-
sköpunina. Listamaðurinn vandar vel skipulagningu og upp-
röðun mynda í rýminu og fylgir í flestum tilfellum hefðbundnum
reglum og lögmálum um samræmi og jafnvægi. Til að svara þess-
ari hefðbundnu þörf (um samræmi og jafnvægi) hefur Erró gert
fjölmargar tilraunir með ólíkar tegundir myndbyggingar, og
byggjast sumar jafnvel á reglum og lögmálum frá endurreisnar-
tímanum. Þannig getum við séð hlið við hlið verk, þar sem formin
ýmist fljóta inni í mismunandi björtu andrúmslofti eða hlutum
virðist einfaldlega hafa verið stráð yfir myndflötinn að hætti
„over-all“, og síðan verk sem byggjast á hefðbundinni þriggja
grunna dýpt þar sem myndbyggingin er annaðhvort studd horna-
línu eða skipt í tvo hluta - Vs á móti % - og minnir okkur á hið
klassíska niðurlenska málverk.
Segja má um hina „erróísku“ mynd að hún skrumskæli eða
rangfæri þá myndbyggingu eða þær myndir sem hún notar, með
því að breyta upprunalegu hlutverki þeirra og hlaða þær óvenju-
legum óviðkomandi hlutum, innrömmuðum eða tilklipptum
myndum. Listamaðurinn umturnar myndmálinu innan frá, en
samkvæmt Roland Barthes er það eina raunhæfa leiðin:
Eini undirróðurinn sem er mögulegur á sviði tungumálsins er að færa hlutina
úr stað. Menning borgarastéttarinnar er í okkur; í setningaskipan okkar, í
talshætti okkar, jafnvel líka í ákveðnum þáttum ánægju okkar. Við getum
ekki sloppið undan orðræðunni því að það er ekki hægt, jafnvel öfgakennd-
asta afstaða verður almenn á mjög skömmum tíma. Eina baráttan sem eftir
stendur er sjaldnast hrein og bein heldur oftast dul og lymskuleg. Hún hrósar
ekki alltaf sigri en hún á að reyna að færa tungumálin úr stað. Með hinu borg-
aralega tungumáli, stílbrögðum þess, setningafræði, gildi orðanna, reynum
við að skapa annars konar tungumál (une nouvelle typologie); nýtt svið þar