Skírnir - 01.01.1985, Page 287
SKÍRNIR
HÁSKÓLAKENNARI f PARÍS
219
kennsluskyldu, talaði blaðalaust og fjörlega, en þó svo skipulega
sem allt væri fyrirfram samið og fest á blað. Hann skorti aldrei
áheyrendur. Hann kom eins og vorvindur hugsunarinnar inn í
deyfð og drunga íslenska vetrarins, og þótt hann hefði ef til vill átt
að skynja þessar norðlægu slóðir á þann hátt, að hér væri vonlaust
að ætla sér að útbreiða franska hámenningu, var eins og hann
hefði frá upphafi þá trú á þjóðinni að með henni hlyti að leynast
sá arfur frá þeirri fornu tíð sem hann hafði lært um, að slíkt væri
hægt, svo að hann lét hvorki skammdegismyrkur né kulda aftra
sér frá að kynna hér franska menningu af ákefð þess manns sem
er sannfærður um að hann hafi svo mikið að segja að fólk hljóti að
koma að hlusta, jafnvel smáþjóð norður við heimskautsbaug sem
fáir vissu deili á í föðurlandi hans. Og fólk kom að hlusta.
Um þær mundir var ég að búa til útgáfu í bókarkveri nokkur nú-
tímaleg ljóðmæli sem ég hafði þýtt úr frönsku og lítt getað borið
saman við aðrar þýðingar. Þótti mér nauðsynlegt að fá aðstoð við
ýmis torskilin atriði og sá nú, að enginn gæti orðið mér betur að
liði en þessi ungi franski sendikennari sem ég hafði heyrt tala af
svo mikilli mælsku um franskar bókmenntir, ekki síður ljóðagerð
en aðrar tegundir bókmennta. Réð ég af að hætta á það hvernig
hann tæki erindi mínu, þó ég væri honum ókunnugur. Er
skemmst frá því að segja að hann tók mér af einstakri velvild og
veitti mér margar góðar upplýsingar. Ljóðabók mín Nóttin á
herðum okkar hafði þá komið út nokkrum árum áður með
myndskreytingum Kristjáns Davíðssonar, og færði ég sendikenn-
aranum hana að gjöf í þakklætisskyni.
Skömmu síðar fór Régis Boyer héðan af landi brott og frétti ég
ekki af honum um skeið. En einn góðan veðurdag fékk ég send-
ingu frá Svíþjóð, án þess ég ætti neins von þaðan, og reyndist þar
komin frönsk þýðing á fyrrnefndri ljóðabók minni. Þýðandinn
var Régis Boyer sem þá var orðinn lektor við sænskan háskóla.
Þýðingarhandritinu fylgdi bréf með beiðni um að ég leiðrétti það
sem þýðandinn hefði misskilið í ljóðum mínum, og var þetta upp-
haf að miklum bréfaskriftum okkar í millum. Þetta var frumraun
hans í þýðingum úr íslenskum nútíðarbókmenntum, og sannar-
lega gat hann ekki átt sér mikla framavon í að þýða ljóðabók eftir
íslenskt „atómskáld“ á þeirri tíð, enda hafði hann ekki heldur