Skírnir - 01.01.1985, Page 288
220
JÓN ÓSKAR
SKÍRNIR
nein tök á að fá slíka bók út gefna í Frakklandi, þó ekki væri nema
um lítið kver að ræða, þegar myndskreytingum var sleppt. Þýðing
hans kom hinsvegar út hér á íslandi, þar sem ævintýraprins ís-
lenskrar menningar á þessari öld, Ragnar í Smára, var þá enn í
fullu fjöri og hafði ekki fyrr frétt af þýðingunni en hann bauðst til
að gefa hana út hér á landi. Tók þýðandinn tilboði Ragnars fegin-
samlega, og þó sá hængur væri á ráði að bókin yrði ekki til sölu í
Frakklandi, hygg ég að þessar viðtökur íslensks útgefanda hafi
örvað Régis Boyer til frekari þýðinga úr íslenskum nútímabók-
menntum, enda fékk hann með útgáfu Ragnars tækifæri til að
gefa frönskum bókmenntamönnum eintök og heyra skoðanir
þeirra. Seinna þýddi hann ljóðasöfn eftir Einar Braga, Stefán
Hörð Grímsson og Einar Ólaf Sveinsson sem hann taldi helsta
læriföður sinn í íslenskum fornbókmenntum ásamt Sigurði
Nordal. Þá hefur hann þýtt úrval ljóða eftir Stein Steinarr sem út
kom á vegum UNESCO 1983 með greinargóðum formála þýðand-
ans.
Régis Boyer varð mér tryggur vinur eftir fyrstu viðskipti okkar
og lét mig fylgjast náið með störfum sínum meðan ég var nógu
duglegur að svara bréfum hans. Eitt sinn meðan hann var enn
lektor í Svíþjóð skrifaði hann mér, að hann væri að þýða Sturl-
ungu á frönsku. Þótti mér það mikil bjartsýni og lét orð falla eitt-
hvað á þá leið í næsta bréfi, að þá hefði hann æviverkið framund-
an. Þar skjátlaðist mér, því ég veit ekki betur en hann hafi lokið
þýðingunni, þó hún muni aldrei hafa komið fyrir almenningssjón-
ir, en síðan hefur Régis Boyer þýtt margar aðrar íslenskar bækur
úr fortíð og nútíð. En þar sem hann er nú prófessor í Sorbonne og
auk þess yfirmaður skandínavísku deildarinnar í þeim fræga
skóla Parísarborgar, hefur hann betri tækifæri en áður til að koma
verkum sínum á prent, svo að á næsta ári eru væntanlegar þýð-
ingar hans á mörgum íslenskum fornsögum hjá einni af virðuleg-
ustu útgáfum Frakka.
Régis Boyer fæddist 25. júní 1932 í Reims, þar sem konungar
Frakka voru krýndir á fyrri tíð. Móðir hans hét Odette og bar ætt-
arnafnið Beaufort áður en hún giftist Robert Boyer, en hann var
forstöðumaður tryggingafélags. Fyrir utan soninn Régis eignuð-
ust þau hjón tvær dætur sem báðar eru menntaskólakennarar.