Skírnir - 01.01.1985, Side 289
SKÍRNIR
HÁSKÓLAKENNARI í PARÍS
221
Régis Boyer hóf skólagöngu sína í heimaborg sinni, var síðan við
framhaldsnám í Nancy og háskólanám í París. Þar tók hann próf
í heimspeki frá Sorbonne 1952, ensku árið eftir og frönsku 1954,
en hæstu prófgráðu í bókmenntum (argrégation des lettres) tók
hann 1962. Á árunum 1955-1957 gegndi hann herþjónustu, en
stundaði síðan kennslu á ýmsum stöðum í Frakklandi (gagn-
fræðastig), var síðan lektor við háskólann í Lodz í Póllandi 1959-
1961, Háskóla íslands í Reykjavík 1961-1963, háskólann í Lundi
1963-1964 og síðan í Uppsölum, þar sem hann var jafnframt for-
stöðumaður Franska hússins í þeirri borg 1964-1970, er hann tók
doktorsgráðu, þar sem aðalviðfangsefni hans var Trúarlíf á ís-
landi 1116-1264 samkvœmt Sturlungasögu og Biskupasögum.
Lauk dómnefndin miklu lofsorði á ritið. Annað ritgerðarefni
1979 var Goðsögnin um víkingana ífrönskum bókmenntum (Le
mythe viking dans les lettres frangaises). Fyrirlesari var hann í
skandínavískum málum, bókmenntum og menningu við Sor-
bonne-háskólann í París frá 1970-1976, hlaut prófessorsembætti
1976 og hefur verið forstöðumaður Stofnunar skandínavískra
fræða frá 1980. Régis Boyer og kona hans, Marie-Rose, hafa
eignast sjö börn sem fæðst hafa í ýmsum löndum eftir því hvar
hjónin voru búsett í það og það skiptið meðan Régis var lektor,
meðal annars í Reykjavík.
Störf þau sem Régis Boyer hefur innt af hendi í lærdóms-
greinum sínum eru mikil og margvísleg. Hefur hann auk þýðinga
sinna og fyrirlestra haft þætti í útvarpi og sjónvarpi og skrifað fjöl-
margar sérfræðilegar greinar í ýmis tímarit (ensk, dönsk, íslensk,
norsk, pólsk, ítölsk o. s. frv.) fyrir utan frönsku tímaritin. Þá
hefur hann séð um fjölmargar útgáfur, átt hlut í alfræðiorða-
bókum o. s. frv.
Régis Boyer hefur þýtt eftir ýmsa skandínavíska höfunda frá
þessari öld (Obstfelder, Hamsun, Vesaas, Ödegaard, Lagerkvist,
Södergran, Rifbjerg, Seeberg o. fl.), en sérstaklega hefur hann
lagt fyrir sig þýðingar úr íslensku, m. a. þýtt eitthvað um tug forn-
sagna, þar á meðal Njálu, en úr nútímamáli íslandsklukkuna og
Gerplu eftir Halldór Laxness, auk þeirra 1 jóðabóka sem fyrr voru
nefndar og einstakra kafla og ljóða eftir aðra íslenska höfunda.
Helstu frumsamin verk hans eru þessi: íslendingur sagnanna sam-