Skírnir - 01.01.1985, Side 290
222
JÓN ÓSKAR
SKÍRNIR
kvæmt samtíma sögunum (L’Islandais des sagas d’aprés les sagas
de contemporains, 1967), Trúarbrögð Norður-Evrópu (Les relig-
ions de l’Europa du Nord, 1974), Frumþættir forníslenskrar mál-
fræði (Éléments de grammaire de l’islandais ancien, 1981), Trú-
arbrögð Skandínava hinna fornu (La religion des anciens Scand-
inaves, 1981), íslenskar þjóðsögur (Contes populaires d’Islande,
1984), og er þó ekki allt upp talið, en óprentað á Boyer ýmislegt
í fórum sínum eða hefur í smiðju sinni, þýðingar og annað. Má
þar nefna Handritin og fornsögurnar eftir Jónas Kristjánsson,
Heimsljós eftir Laxness sem kann að vera komið út, þegar þetta
er prentað, Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson og bók um
galdra meðal Skandínava til forna.
Régis Boyer hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands
eftir að hann var hér sendikennari, seinast 1983 og flutti þá tvö
erindi í boði háskólans, annað á ensku en hitt á íslensku. Hann
vinnur nú að útgáfu íslenskra fornsagna sem hann hefur þýtt og
eiga að koma fyrir almenningssjónir í Frakklandi á næsta ári hjá
Pleiade-útgáfunni í París sem nýtur mikillar virðingar fyrir
prentun sígildra bókmennta með fræðilegum athugunum. Er það
vitnisburður um þann orðstír sem Régis Boyer hefur hlotið meðal
vísustu menningarfrömuða Parísarborgar, að slík útgáfa á ís-
lenskum bókmenntum fornum eða nýjum skuli til greina koma,
svo erfitt sem íslensk menning hefur jafnan átt uppdráttar á
rómönskum málsvæðum. Vitanlega hefði það ekki getað gerst
nema fyrir einlægan áhuga, lærdóm og dugnað þessa ötula bók-
menntamanns. Fyrir tuttugu árum þurfti hann að fara bónarveg
til franskra útgefenda, þegar hann var að reyna að koma ís-
lenskum bókmenntum á framfæri við landa sína, en nú ber við að
útgefendur komi til hans og falist eftir íslensku efni. Slík er breyt-
ingin sem á hefur orðið.
Árið 1979 kom út í Frakklandi bók um íslenskar fornsögur eftir
Régis Boyer (Les sagas islandaises) og er fróðlegt að glugga í rit-
dóm sem þá birtist í Fe monde, því franska blaði sem hvað oftast
er til vitnað í fréttum, þegar menn vilja vitna í vandað borgara-
blað, en þar stendur meðal annars:
„Á tólftu og þrettándu öld varð til á íslandi bókmenntahreyfing