Skírnir - 01.01.1985, Page 291
SKlRNIR HÁSKÓLAKENNARI f PARÍS 223
sem er meðal hinna frábærustu og furðulegustu sem þekkst hafa
í veröldinni . . . “ Og ennfrémur:
„í stuttu máli sagt, það sem sögurnar birta okkur er hetj usagna-
skilningur á mannlegum kj örum. Og með því að sýna okkur fram
á það hefur Régis Boyer skrifað bók sem er grundvallarrit. Hann
umturnar hugmyndum okkar og breytir, hann stækkar þá mynd
sem við höfum gert okkur af evrópskum bókmenntum miðalda.“
Þarna er ekki lítið sagt, en íslensk nútímaverk hafa einnig
hlotið lofsamleg ummæli í öðrum blöðum, þau orð til dæmis höfð
um íslandsklukkuna, að þar sé á ferðinni máttugt verk og óvenju-
lega víðfeðmt. í ritdómi um þýðinguna á ljóðum Steins er þetta
meðal annars:
„ísland er ekki aðeins föðurland sagnanna, ekki aðeins land
þessara úfnu skálda sem í rökkri miðalda létu söguljóðið hljóma
við æðislega hrynjandi ránsferða og deilna . . . í Reykjavík og
nágrenni eru miklir nútímahöfundar ... Laxness er til dæmis einn
þeirra skandínavísku skáldsagnahöfunda sem mestu máli skipta
fyrir okkar öld. Og nú uppgötvum við fyrir tilstuðlan Régis Boy-
ers annan athyglisverðan íslending, Stein Steinarr, en alvöru-
þrungin ljóð hans sverja sig einkarvel í ætt við hrjúft og kuldalegt
landslag norðurslóða, norðanvindinn, drungalega töfra heim-
skautanna og ystu marka veraldarinnar.“
Þessi orð sýna, að Steinn Steinarr þykir hlutgengur á heims-
vísu, þegar ljóð hans eru þýdd á frönsku aldarfjórðungi eftir
dauða hans, og hefði enginn spáð því meðan hann gekk lítils
virtur um götur Reykjavíkur, þótt hann hlyti að sönnu viður-
kenningu margra ljóðaunnenda síðustu árin sem hann lifði. Þýð-
andinn, Régis Boyer, sem sjaldan rímar þau kvæði Steins sem á
íslensku eru rímuð, en heldur á hinn bóginn línuskiptingunni og
hrynjandinni, hefur með einhverjum óskýranlegum hætti getað
komið ljóðum hans þannig til skila á frönsku að menn áttuðu sig
á því, að Steinn væri einn af hinum stóru. Til þess benda fyrr-
greind ummæli.
Við íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við þann
franska prófessor sem hér hefur verið lítillega um getið og hefur
mig oft undrað það að íslenskir bókmenntafræðingar, ekki síst