Skírnir - 01.01.1985, Page 294
226
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
og sóðaskapur, áfengis- og tóbaksnautn og fleira siðspillandi. Allt skaðlegt var
látið eftir drengnum. En skilning og nauðsynlegt ástríki skorti. Honum var
bannað að vinna uns hann fékk móthneigð gegn allri vinnu. Ættfólk hans
dreymdi að vísu um að hann gengi skólaveginn, en þrátt fyrir viðvörun ment-
aðs manns, er bauðst til að kenna honum undir Mentaskólann, fékk hann ekki
að byrja að læra uns námshæfileikar hans höfðu sljógvast svo, að hann treystist
ekki til að stunda nám. Hann var gerður að algerlega vilja- og stefnulausum
kjarkleysingja fyrir gervalt lífið. Mjög snemma bar á ásthneigð hjá honum. Á
áttunda aldursári varð hann gagntekinn af ást til fjórtán ára stúlku. Eigi þorði
hann að trúa foreldrum sínum fyrir þessu mikilvæga leyndarmáli, af ótta fyrir
því, að þau kynnu að halda að hann væri ekki með öllum mjalla. Aðeins tvær
Ijúfar endurminningar átti hann frá æskuárum. Önnur var sú, að þegar hann
var tólf ára var stúlka einu ári eldri tekin á heimilið. Unnust þau hugástum.
Hún lést litlu síðar. Hin var nokkurra vikna dvöl hjá ástríkri konu, er sýndi
honum þá móðurblíðu er var lífsnauðsynleg fyrir hann. En í foreldrahúsum
varð hann að gera sér mat að góðu í staðinn fyrir innilegt ástríki! Tvítugur að
aldri var hann orðinn að aumingja, er hraktist úr því alla æfi undan straumi á
hafi mannlífsins. Hann hafði ákaflega æsta skapgerð, er espaðist með aldrin-
um, vegna þess að í æsku var ekkert gert til þess að lagfæra hana. Þessi skap-
gerðaræsing á vart sinn líka. Ást, er hann síðar á æfinni fórnaði öllu fyrir, og
von hans öll varð að deyja: „Það, sem varð honum bitrasta böl, var hið blíð-
asta jörðunni á.“2
Samband Jóhannesar við föður sinn, efnaðan stórbónda, virð-
ist hafa ráðið miklu hvernig fyrir honum fór. í tímaritinu Lífið,
sem hann var kostnaðarmaður að og ritstýrði 1936-1939 og eitt
árið náði að verða 640 síður, birti hann margar greinar um
uppeldismál eftir brautryðjendur á sviði uppeldisfræða. Um sama
efni ritaði Jóhannes sjálfur greinar í tímaritið, þar spyr hann:
„Hvers vegna skilja hjón ekki hvort annað, foreldrar ekki börn og
því síður börn foreldra? Það stafar af þeirri staðreynd, að hver
einstakur maður er sérstakur vitundarheimur - heil alvera hugs-
ana og tilfinninga.“3 Og hann ritar: „Þótt hægt sé að benda á ýmis
dæmi þar sem börn hafa getað breytt óheppilegum uppeldis-
áhrifum í betra horf síðar á æfinni, sannar uppeldisfræðin að slíkt
getur í reyndinni ekki átt við um meginþorra barna þegar þau eru
fullþroska menn eða konur.“4 Jóhannes ritar: „Umhverfið í
bernsku og æsku ber arfgengið afl alveg ofurliði, til góðs eða ills
en á því veltur hvort heldur verður.”5 Á öðrum stað skrifar Jó-
hannes: „Við erum í eðli okkar allir andlega einangraðir hver frá
öðrum. Það gildir ekki síður um foreldra og börn, en aðra menn.