Skírnir - 01.01.1985, Page 297
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 229
Jóhannes var viss um hvaða kringumstæður yrðu barni helst til
þrifa eða vanþrifa. Hinar lökustu fannst honum alveg samsvara
sínum í bernsku. Þær taldi hann ekki boðlegar til lengdar mann-
eskju sem léti stjórnast af kringumstæðum sínum eins og heilbrigt
barn hlýtur að gera. Við svo búið hlyti það að afmyndast: að-
stæður ómanneskjulegar. Slík afskræming hefði orðið lífsböl
hans þegar þar að kom að hann hlaut að bjarga sér meðal heil-
brigðara fólks. Hann kallar til ábyrgðar alla sem hlut áttu að upp-
eldi hans, afsakar sig með afglöpum þeirra sem hann telur vera.
Slík tilhneiging til að bera blak af sjálfum sér og áfellast aðra fyrir
eigin áföll einkennir lífshlaup hans allt, langt og krókótt, það
morar af slíku á þeirri vegferð. Að vísu hefur hann ekki Freud til
að styðjast við eftir að hafa runnið skeiðið um hríð, ekki bein-
línis, en ásakanir á hendur samferðarfólki þegar svo er komið,
jafnvel fólki sem hann lýsir öðrum þræði sem velgerðarmönnum
sínum, skýrir hann með skapgerðarbrestum sjálfs sín og þá hefur
hann þegar rakið til áfalla við hinar miður æskilegu uppeldisað-
stæður. Stundum eru þessir tilburðir einfaldlega hlægilegir,
stundum fáránlegir, stundum átakanlegir; þegar bert er að hann
ætlar öllum sem kringum hann eru frívilja, getu til að velja frjálst
hvernig komið er fram við hann, en gerðir sjálfs sín lögmáls-
bundnar eins og dauðs hlutar, bundnar þessu orsakalögmáli sem
sálkönnunaraðferðin setur á oddinn. Hann leitar ekki svo langt
við sj álfskönnun sína að hann reyni að grafast fyrir um uppeldi ör-
lagavalda sinna; hvað nú ef einnig þeir höfðu spillst í bernsku þótt
með öðrum hætti væri en hann? Nei, hin raunverulega hörmung-
arsaga þessa manns hófst þegar hann hafði lokið við að rita ævi-
söguna, hann hefði þá átt að axla ábyrgð, þótt órökvíst væri,
fremur en aðrir, ekki síður. En fræðin gáfu honum ekki tækifæri
til annars en álíta sig einhæft andsvar við áreiti. Hann virðist ekki
hafa haft neinn ávinning af þessari sjálfsskoðun með sálkönn-
unaraðferð annan er fj árhagslegan, sala gekk víst framar vonum.
Foreldrar hans giftust ekki og saman áttu þau hann einan en
höfðu þá bæði eignast hjónabandsbörn. Faðir hans var hörku karl
við alla aðra en hann, litlir kærleikar milli foreldranna, móðirin
undirgefin. Faðirinn lítilsvirti hana jafnvel frammi fyrir ókunn-
ugum en var aldrei beinlínis vondur við hana. Óljóst er hvað fyrir