Skírnir - 01.01.1985, Page 298
230
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
föðurnum vakti með uppeldi sonarins, láta hann ganga mennta-
veginn? Þegar á reyndi tímdi hann ekki að borga með Jóhannesi
það sem þurfti til að hann fengi viðunandi undirbúningsmenntun
fyrir framhaldsnám utan sveitar. Honum voru heldur ekki kennd
undirstöðuatriði heima, níu ára hafði hann lært að skrifa af
sjálfum sér. Svo segir hann.
Faðirinn bannaði að líkamleg vinna yrði lögð á drenginn nema
honum var tólf ára kennt að slá engjar, það er léttara verk en að
slá töðu, og við það sat. Þess utan elti hann föður sinn í fjárhús og
úr, fékk ekki að leysa hey eða gefa á garða, hann smalaði með
föður sínum, rak úr túninu, stússaði við hross. Teymdi heybands-
lest en fékk ekki að snerta baggana. Honum var haldið frá nánast
hverju því sem gæddi líf sambýlisfólks hans merkingu og tilgangi;
hann þurfti þó að borða eins og aðrir. Kannski var það vegna sam-
kenndar við aðra gegnum matinn að hann varð snemma mat-
vandur og þó gráðugur svo að þvílíkt uppihald á sér vart sinn líka
í íslenskum sveitalífslýsingum. Kjöt borðaði hann í öll mál og var
soðið fyrir hann þess í milli ef hann vildi, hann fleytti rjómann af
trogunum og svalg og oftast var smjördrepan þykkari en sneiðin
þegar honum var skammtað. Hann var fárra ára gamall þegar
hann tók að drekka ókjör af kaffi á hverjum degi. En þetta eftir-
læti dugði honum ekki, hann hóf að flakka um sveitina þegar
hann fór að geta það, í von um trakteringar, og naut þá oft föður
síns. Langtímum saman á lífsleiðinni lifði Jóhannes við sult og
seyru en hann sigraðist aldrei á matvendi sinni, það hvarflar ekki
að honum við ævisöguritunina að ástæða hafi verið fyrir hann til
að reyna slíkt.
Strax í frumbernsku fór orð af Jóhannesi sem mjög mannvæn-
legu og greindu barni. Og drengurinn lærði snemma sjálfur, af
umtali, að álíta sig öðrum snjallari. Bændur og búalið, sem minna
mátti sín, kom sér í mjúkinn hjá stórbóndanum með því að
skjalla uppáhaldið hans. Sjálfur leit faðir hans upp til embættis-
og menntamanna í Skagafirði, hann hefur kannski vænst þess að
sonur hans yrði, þegar tímar liðu fram, heldri maður af því tagi
þótt hann kynni ekki önnur úrræði en eftirlætið til að beina
honum á þá braut. Það hefur víst verið lítið um bækur á þessu
sveitaheimili, Jóhannes getur altént ekki annarrar lesningar í