Skírnir - 01.01.1985, Page 303
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 235
mörgu tilliti; svo frumleg er hún um efni og meðferð þess að úti-
lokað er að hún hefði verið gefin út á íslandi fyrr en á allra síðustu
árum. Jóhannes hefur ekki átt fyrir kostnaði af prentun bókar-
innar allrar og líklegt er að sjálfur hafi hann hent því sem á vant-
aði um það leyti sem hann gaf Landsbókasafni íslands eintak af
hinum útgefna hluta; aftan við texta þess eintaks stendur ritað
með blýanti stórkarlalegu letri: „This is NOT the end. 6. more
Chapters.“ Engu er líkara en Jóhannes hafi jafnan sjálfur, vísvit-
andi og það af töluverðum klókindum, stefnt ritum sínum á blind-
götur.
Skáldsagan er rituð á ensku og er líklega bara til í þessu eina
ófullkomna eintaki. Hún ber undirtitilinn „A story true to life.“
J óhannes hefur á síðustu árum dvalar sinnar vestanhafs, þau urðu
alls 16, tekist á hendur með þessari bók að rita greiningu á sál-
rænum og félagslegum ástæðum þess að maður verður utangarðs
í samfélögum í Vesturheimi, Bandaríkjunum og Kanada. Hvaða
orsakir liggi til þess að persónuleiki manns tekur á sig það snið að
hann á sér yfirleitt ekki kosta völ annars en lifa utanveltu við al-
mennt velsæmi. Djöflarnir eru sex, þeir sem á prent komust,
sjálfsflekunarfýsn, áfengishneigð, spilafíkn, kynsvall, eiturlyfja-
nautn, fjárglæfrar.
Engrar málamiðlunar milli höfundar og umhverfis hans kennir
af þessu verki fremur en öðrum ritverkum hans. í skáldsögu sinni
Ragnari Finnssyni lýsti Guðmundur Kamban hvernig efnahags-
legar þrengingar og ómannúðlegir viðskiptahættir leiddu innflytj-
anda inn á glæpabrautina í landi allsnægtanna, Kaliforníu; grein-
ing Jóhannesar er djúptækari. Laxness gagnrýndi með sinni
snjöllu Alþýðubók lifnaðarhætti manna í sama bóli og Jóhannes
Birkiland, litlu síðar. Skemmtilega líkar eru lýsingarnar í bókum
þessum tveimur á hjúskaparlífi millistéttarkvenna. En Laxness
beindi máli sínu til alþýðu eins og titillinn segir til um, ritaði bein-
línis með það fyrir augum að forða þeirri stétt frá spillingu
borgarastéttarinnar. Jóhannes er meiri módernisti í sinni iðju, í
þungamiðju Sjödjöflahússins, hins prentaða texta (bls. 136), eru
tilvistarkjör mannsins sjálfs fáranlega vonlaus alltaf en með
djöfullegra móti þó við þær samfélagsgerðir sem hann lýsir. „Joy
is an illusion, only grief is real.“ En haggar ekki því að vonin er