Skírnir - 01.01.1985, Page 306
238
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKlRNIR
Ralph segir við vin sinn á skilnaðarstund og hefur þá ánetjast eit-
urlyfjum, vill ekki að eins fari fyrir Robert sem ekki hefur enn
uppgötvað hvernig fyrir honum er komið:
Öll tilvistin virðist vera straumur blindra afla sem á sér ekkert upphaf eða
endi. Ef eitthvað er handan þessa lífs - ef lífið er mótað af einhverskonar
vitundarvaldi, þá er það vitundarvald harðstjórans, hins grimma, miskunnar-
lausa -rangláta. Sumir njóta forréttinda til hamingjuríks lífs, birtu, fegurðar.
Aðrir fæðast og alast upp í umhverfi sem gerir jarðvistardaga þeirra vítisvist.
Við heyrum til hinum síðarnefndu. Hver úthlutar svo ranglátlega? „Réttlátur
guð,“ segir kristin kirkja. En hann getur ekki verið réttlátur. Hann er sagður
faðir minn og þinn og allra annarra. Hugsaðu þér þvílíkan föður! Myndi rétt-
látur faðir ákveða fyrirfram, og svo framarlega sem hann hefði efni á því,
gæfuríka framtíð tveimur eða þremur börnum sínum til handa en ætla óham-
ingju sex eða sjö þeirra? . . . Það myndi hann ekki gera. Hugmyndin er
hneykslanleg. Það væri frámunanleggrimmd, vargsleg, villidýrsleg. Hvað sem
því líður og hvað er hvað með tilliti til orsaka og orsakaleysis stöndum við
frammi fyrir því sem er- forlögunum eða einhverju sem við getum kallað því
nafni; eitthvað verður þetta að heita. Án efa eru til misgóð tækifæri. Við
höfum ástæðu til að kvarta, til að fordæma tilveruna; og það geri ég á þessari
stund fyrir okkur báða. Ef okkur hefðu boðist góð tækifæri væri öðruvísi
komið fyrir okkur . . .'7
Maður verður að vera annaðhvort grunnfærinn eða stórefn-
aður til að geta lifað heiðarlegu lífi við lífsskilyrði eins og eru
þeirra vinanna. Lífi smáborgarans. Og þeir eru hvorki efnaðir né
grunnfærnir. Þeir eru hugsjónamenn.
Flestum bjóðast ófullkomin tækifæri og margir neyta þeirra og hafna þeim
ekki öllum. Fáeinir, hugsjónamennirnir, sætta sigekki við neitt slíkt-notfæra
sér þau ekki.18
Fremur en bíða tjón á sál sinni, sættast við það samfélag sem
þeir sjá að er spillt, ganga þeir þann helveg sem þeir gera.
Hugsjónamaður getur kosið að fleka líkama sinn ef náttúrlegar þarfir hans
knýja á um það, jafnvel hinir merkustu meðal þeirra, en hann leggur aldrei
undir frjálsræði sálar sinnar.19
Svo fer sem fer fyrir þeim félögum því að þeim er ósjálfrátt að
reyna að halda viti.