Skírnir - 01.01.1985, Page 307
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 239
Ekki fer á milli mála að Jóhannes Birkiland hefur haft heil-
mikið að segja með þessu riti eins og raunar alltaf þegar hann tók
sér ritfang í hönd. Og furðu vel tekst honum að tjá sig á sinni
ófullkomnu ensku. Stíllinn er leiftrandi skáldlegur á köflum,
þegar við á, honum tekst mætavel að sveigja mál og stíl að þörfum
sjálfs sín. Bókin vitnar um staðgóða þekkingu á atvinnuháttum í
Bandaríkjunum á framanverðri öldinni, og sennilega á rökkur-
heimum þéttbýliskjarnanna þar um slóðir líka. Og fáránleika-
kenndin sem tilvistarskoðun höfundar vekur er nærfellt óhugnan-
lega sterk - ekki síst sé tekið með í reikninginn hversu rækilega
samtíminn speglast í þessu skrifi Jóhannesar. Hann er raunar að
fást við samskonar verkefni með líku lagi á sama tíma og frum-
kvöðlar, sem síðar hafa verið taldir, tilvistarheimspeki og absúrd-
isma. Andlegur skyldleiki við Kafka, Rilke, Dostoyevsky, Kirke-
gaard. Harla ólíklegt er þó að Birkiland hafi bergt af þeim fróð-
leiksbrunnum.
Ralph yfirgefur Robert. Höfundurinn lýsir sálarangist hans,
söknuði, því hvernig hann leitar vonar í minningum um bernsku-
ást sína. Martröðum hans, og lýsir þar með inn í sálarlíf hans auk
þess sem hann býr í haginn með því móti fyrir frekari breikkun
sögusviðsins, leysir upp allt sem á undan er gengið í myndmál sem
kenndin ein, örvæntingin, ræður skipun á. Og einnig sýnir myrkt
myndmál draumanna leit undirvitundar hans að skýringu á
skyndilegri brottför Ralphs. Ef endurfundi Roberts við æskuást
sína er lýst í hinum glötuðu köflum, og Robert þá orðinn eitur-
lyfjasjúklingur, kynhverfur af sjálfsflekunaráráttu og ástríðu eftir
hinum glataða vini sínum - hann kemst að því hvernig komið var
fyrir honum, - nei, það er best ég segi ekki fleira um þessa bók,
ég hef lýst þeim 16 köflum sem hún varðveitir.
Jóhannes var maður afstæðs lífsskilnings um það leyti sem af-
stæðiskenningin kom fyrst fram. Hið góða getur af sér hið illa.
Undirvitund er hugtak sem enga merkingu hefur öðruvísi en með
hliðsjón af merkingu hugtaksins vitund. Um Robert segir sögu-
maður, Jóhannes:
Undirvitund hans var vélgeng, byggði víti framtíð hans, birtist við ótal tæki-
færi í sæg skeyta -búnaði sem braust inn í vitundarlíf hans og líkamsviðbrögð