Skírnir - 01.01.1985, Page 310
242
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
byggðir íslendinga í Kanada, haldinn ástríðu til að ferðast með
járnbrautarlestum; hann leitaði uppi íslendinga hvar sem var,
einnig í norður- og vesturfylkjum Bandaríkjanna, gisti margs-
konar fólk og lenti í ævintýrum og lífshættum.
Jóhannes fjallar ævinlega með lítilsvirðingartón um skáldskap-
arviðleitni sína. Hann fékkst lítillega við að yrkja á unglingsárum
sínum en tók ekki að fást við skáldskap í neinum mæli fyrr en
hann hafði dvalið í allmörg ár í Vesturheimi. Ljóð eftir hann, ort
á ensku, var birt í vestur-íslensku blaði. Hann segir af því tilefni:
„Það var um haust, er „mannúðarskáldið" leiddi mig í þær ógöng-
ur, sem ég komst aldrei út úr!“24 „Mannúðarskáld“ þetta mun
hafa verið eitt hinna kunnari vestur-íslensku skálda. „Hann bauð
mér að birta kvæði eftir mig, eins oft og því yrði viðkomið, hvatti
mig til þess að yrkja af öllum lífs og sálarkröftum, „því að líklega
væri ég stórskáld.““ Maður þessi var ritstjóri annars hinna vestur-
íslensku blaða og í blaði sínu bar hann lof á Jóhannes af svo
miklum móð að hitt vikublaðið vestur-íslenska gerði gys að og
birti skopmynd af „mannúðarskáldinu" og Jóhannesi þar sem sá
fyrrnefndi krýndi hinn lárviðarsveig. Undir myndinni stóð: „Rit-
stjórinn krýnir lárviðarskáldið!“ Þótt furðulegt megi heitatók Jó-
hannes þessi háðsyrði bókstaflega.
„Það er af mér að segja,“ skrifar hann, „að ég losnaði bókstaf-
lega við jörðina, hafði þó oftast staðið völtum fótum á henni, og
sveif í lausu lofti að kalla og hélt því áfram öll árin, sem ég átti
eftir að vera í Vesturheimi og öll árin eftir komu mína aftur til
íslands, unz ég var kominn á sextugs aldur!“26
Hann orti ljóð á ensku í blaðið og þýddi önnur úr íslensku á
heimsmálið og allt var birt „í blaði, sem talið var að væri
íslenzkt“, ritar hann hneykslaður. Fólk var sammála um að hann
kynni ekkiensku.
Áður en leið á löngu var hann tekinn að rita skáldsögu. Aðra en
framangreinda. Hann minnist þessarar sem hinnar „makalausu“.
Hann ritar af því tilefni:
Ég hélt ótrauður áfram á glötunarbrautinni í ríki letidraumanna! Tók ég að
safna áskrifendum meðal Vestur-íslendinga í Vancouver að skáldsögu, er ég
enn hafði alls ekki samið. Fyrirframgreiðsla fylgdi. Var ég nú kominn á rek-