Skírnir - 01.01.1985, Síða 311
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 243
spöl og fór gangandi og leyfislaust yfir landamæri Canada og Bandaríkjanna,
eins og ég gerði stundum bæði fyrr og síðar, þar eð enginn vörður var við þau
frá hafi til hafs, svo að vitað væri. Vestur-íslendingar í Washington og Oregon
studdu fyrirtækið. Flæktist ég það, sem eftir lifði vetrar, vorið, sumarið,
haustið og fram á næsta vetur, um stærstu vestur-íslenzku nýlendurnar í Al-
berta, Saskatchewan, Manitoba, North Dakota og Minnesota.27
„Á endanum lauk ég að nafninu til við sögu,“ ritar hann. Mun
hafa hlotið heitið Love and Power.
Jóhannes safnaði stórfé á þessum söfnunarleiðöngrum en
„mannúðarskáldið,“ sem um þær mundir rak prentsmiðju, hirti
það allt saman af honum en gaf ekki bókina út að heldur. Jó-
hannes fór þá enn í söfnunarleiðangra og nú eingöngu um byggðir
þar sem hann hafði ekki verið fyrr í þessu skyni og náði því mark-
miði að bókin var prentuð. En dreifing var í ólestri og megnið af
upplaginu yfirgaf aldrei prentsmiðjuna og líklega hent, giskar Jó-
hannes á. Nokkrum tugum eintaka kom hann í hendur áskrif-
enda. - Skyldu vera til eintök af þessari bók?
Jóhannes átti alla tíð eindæma gott með að fá fólk til að gera
sér greiða, slá menn um lán, fá þá til að lána sér híbýli sín,
leggja á ráðin með sér. Fyrir kom að Vestur-íslendingar héldu
fundi um Jóhannes, hvað helst gæti orðið til að hann rétti við og
gerðist sjálfbjarga. En góður vilji litla gerði stoð þeim sérvitra Jó-
hannesi Birkiland.
Um tveggja ára skeið bjó hann í Los Angeles, á síðasta skeiði
Vesturheimsdvalarinnar. Þar gaf hann út nokkur ritverk og fór
eins fyrir þeim, dreifing var í ólestri, - fyrst stutta sögu, þá um-
fjallaða skáldsögu og síðan ljóðabók. Síðasta veturinn dvaldist
hann í Chicago og þar kom út ljóðabók eftir hann; sama gildir.
Aðeins ein þessara bóka er á skrá á Landsbókasafni hvað þá að
komist verði yfir þær með auðveldari hætti.
Jóhannes flutti heim með sér stafla af handritum og löngu
seinna, þegar hann var kominn á sjötugsaldur, 1950, kom út eftir
hann hér heima ljóðabók á ensku sem hann nefndi Poems of
Heart. Sú bók geymir úrval úr ljóðum hans frá Vesturheimi,
prentuðum og óprentuðum. Það liggur næst við að vísa til skeljar-
innar einu sem perlan er í við lýsingu á þeim ljóðum, orðin til við
núning og sárindi. Ljóðperlur.