Skírnir - 01.01.1985, Page 313
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ jóhannes birkiland 245
Bright blossoms smiled embraced by dew and sunshine,
They loved to live
Like longings of a poet’s heart that only
Has love to give.
Freistandi er að heimfæra þessi síðustu orð á Jóhannes sjálfan.
Upphafinn stíll og málfar, og þær hugsjónir sem ljóð þessi öll
vitna um, skapa bókinni sérstöðu meðal ljóðabóka íslenskra
skálda þó ekki væri annað. Málfarið minnir yfirleitt á bresk hefð-
arskáld frá því á síðustu öld hvernig sem það má vera. Jóhannes
bregður fyrir sig amerísku alþýðumáli í nokkrum gaman- og háð-
kvæðum sem bókin geymir en virðist þó vera hálft um hug því að
hann smellir því gjarna milli gæsalappa. Tungutakið er ekki
fremur en á skáldsögunni Sjödjöflahúsinu kórrétt enska en nú-
orðið skilja flestir, sem skáldskap rýna, að slíkt þarf ekki að
standa skáldverki fyrir þrifum.
Flvaðan sem Jóhannesi eru komin áhrif sveigir hann þau aug-
ljóslega undir markmið sín, ljóðin geyma öll einkar persónulega
tjáningu; hjartansmál sín flytur hann svo að þau gætu ekki verið
annars en hans sjálfs. Flonum verður tíðrætt um kringumstæður
(eins og tilvistarspekingum síðar), ósamræmið milli þess sem er
og hins sem á að vera að hyggju hans, hugsjónamanns sem berst
fyrir réttlæti, sannleika og manngæsku. Bágindin eru sálræn,
efnahagsleg, stundum hans eins, stundum einnig annarra fátæk-
linga (The Tramp). Hann yrkir baráttuljóð í nafni sannleikans.
Gamankvæðin eru flest léttvægari en þó örlar á að fáránleg tilvist-
arskilyrði mannsins séu honum sjálf tilefni gamansemi, sbr.
ljóðið The Rainbow Chaser: jafnvel þótt hugsjónir séu upphafin
kvensemi helgast gildi hins fyrra af lítilmótleika hins síðara.
Bestum árangri nær þessi einfari þegar honum tekst að binda í
ljóð eintal sálar sinnar. Svo sem í ljóðinu By the Seaside. Sama
gildir um An Evening’s Last Thought, A Cry in the Solitude, Ah,
if Thou Didst -, Oh, Could I Fly! og Thoughts Come Rushing.
Þessi eintalsljóð eru mál hugsjónamannsins sem yrkir um hið há-
leita markmið sitt og sú tilfinning sem þau skila er hrein: svo sönn
í tignun sinni og stærilæti að ekki hefur hinni mennsku þrá eftir að
yfirstíga takmörk sín verið betur lýst í kveðskap íslenskra skálda
á þessari öld.