Skírnir - 01.01.1985, Page 316
248
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
Ágæt eru þó ljóðin Fossinn og Síðsumarvísur í Brostnum
strengjum. Og mikið furðuverk er ljóðið Hinir huglœgt bág-
stöddu (langt, 5 síður af 31). Það er tilraun skáldsins til að mynda
nýjan bragarhátt úr hugarvingli sínu og taugveiklun á einhverju
þvílíku lægðarskeiði í lífi þess og slíkur fyrirburður er þetta ljóð
að við hæfi er að jafna til ljóðs Gyrðis Elíassonar, Á gullöldplast-
pokans, 1983.
Jóhannes gerðist eftir heimkomuna þátttakandi í þjóðmálaum-
ræðu beinlínis, fyrst með útgáfu blaðs, síðar tímarits. Og hann
gaf út bæklinga.
„Áhrif umhverfisins á uppeldið eru lögmál,“34 áleit Jóhannes
þegar hann ritaði ævisögu sína. Lítil von að hann losnaði undan
áþján uppeldisáhrifanna meðan hann hafði þá trú. Samskonar
nauðhyggja einkenndi afstöðu hans til þjóðfélagsins, undir því
komið hvort maður gat öðlast trú á sjálfan sig eða ekki. „Lífið er
breytiþróun, lykillinn að því hugrekki,“ ritar hann „Sá maður að-
eins, er gerir sér ljóst, að hann er eða getur síðar orðið til gagns
getur verið hugrakkur. . . . Kjarkur og sjálfstraust mótar og þróar
fastan og ákveðinn vilja. . . . Skipbrotsmenn, auðnuleysingjarog
allskonar ræflar geta því aðeins unnist til mannheims, þ. e. þjóð-
félagið getur því aðeins unnið þá aftur, gert úr þeim nýta menn á
endanum með því einu móti að rækta í þeim hugrekki til að verða
einhvers megnugir á vegum heilbrigðrar skynsemi og samfélags.“
Ennfremur segir hann: „Séu aðgerðir einhvers manns að áliti
annara, gagnslausar, verður hann þess fljótlega var, að hann er í
óvinalandi, hvort sem hann er íföðurlandi sínu eða ekki. “35 Þjóð-
félaginu ber að sýna einstaklingnum fram á gildi hans, að hyggju
Jóhannesar. Fái hann gildi sitt staðfest leiðir það af sér hugrekki
og viljastyrk. Haldi þjóðfélagið því hins vegar að einstaklingnum
að hann sé gagnslaus - sem maður, er hann í óvinalandi þótt vega-
bréf hans sýni að land það sé heimaland hans.
Eftir heimkomuna frá Vesturheimi gerði Jóhannes tvær meiri-
háttar tilraunir til að halda uppi menningarstarfsemi á íslandi; að
mati hans misheppnuðust þær báðar, þ. e. útgáfa hans á blaðinu
Framtíðin og tímaritinu Lífið.
Kringum 1925 kom hann heim allslaus og átti að engu að
hverfa. Hann ritaði bæklinginn um Vesturheim og var orðafarið