Skírnir - 01.01.1985, Síða 317
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 249
annað en fólk átti að venjast af Ameríkuagentunum. Á sölu-
ferðum sínum með hann og önnur smárit um landið tók hann að
safna áskriftum að blaði sínu Framtíðinni. Blaðið kom fyrst út 4.
júní 1929 og hafði að einkunnarorðum: „Burt með sundrung,
flokkadrátt og stéttahatur. Innleið samhug, samvinnu og samein-
ing allra stétta“. Jóhannes skrifaði mikið í blaðið sjálfur og deildi
hart á þáverandi forsætisráðherra. Eins og oftar lét þessi raun-
hyggjumaður að metnaði tilfinningar sínar ráða ferðinni. 17. des.
sama ár var blaðið komið upp í 4000 eintök og hlýtur það að telj-
ast vel af sér vikið um blað sem setti siðvendi og framleiðslu-
nýjungar á oddinn. Framtíðin kom síðast út í júní 1931.
Meðan á þessum útgáfumálum stóð átti Jóhannes í miklum
kröggum í einkalífi sínu. „Það, sem varð honum bitrasta böl, var
hið blíðasta jörðinni á,“ - hin tilvitnuðu orð eiga við þær dæma-
lausu kringumstæður.
Leikritaskáldið George Bernhard Shaw var 28 ára gamall
þegar hann svaf í fyrsta sinn hjá kvenmanni. Jóhannes var 25 ára.
Það var í Vesturheimi, ekkja ein kippti honum upp í til sín og
hann gerði hjá henni stuttan stans. Þó nógu langan til að geta með
henni barn, son sem hann engin frekari afskipti hafði af, einkum
vegna lögfræðiflækja sem fólk, andsnúið þessu sambandi, efndi
til. Síðan deildi hann ekki sæng með konu í 28 ár. Freud hefði
klórað sér í skegginu ef hann hefði frétt þetta og sagt: Aha! Af-
staða svo hreinlífs manns sem Jóhannesar til kynlífsins, sú sem
fram kemur í skrifum hans, er furðu heilbrigð, reyndar viðfelldin.
Hjárænuskapur virðist helst hafa staðið honum fyrir þrifum í
kvennamálum.
Sá sem les ástarljóð Jóhannesar á ensku sér hvert þrá hans
beinist þá og fyrr, tignun hans á konunni, ástin var af háróman-
tískum toga og þesskonar ást þráði hann alla tíð, trúði fram eftir
aldri að hún væri þess megnug að losa hann við álagahaminn.
Á þeim kafla ævi minnar, sem verulega á þetta reyndi en þá var ég 44 til 48 ára
að aldri; og eins og drepið hefir verið á, var það brennandi ást, skapgerð mín,
íslenzkur rógur, misskilningur vondra manna (ég féll í ræningja hendur) og
enn fleira, er stuðlaði að því, að blíðuþörf mín og þrá eftir slíku blossaði upp,
svo að við ekkert varð ráðið. Að minni hyggju nú, hefði það getað skeð, að
blíðlynd móðir hefði vakið svo sterka blíðuhneigð, sem var til, en blundaði,