Skírnir - 01.01.1985, Page 319
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 251
drykkju- og eiturlyfjasjúklingur. Og hremming hans, ein enn,
hversu auðvelt hann átti með að tala fólk á sitt band. Læknar voru
tilleiðanlegir til að skrifa upp á lyfseðla fyrir hann, jafnvel á hin
sterkustu deyfilyf. Og áfengis- og fégjafir voru honum útbærar.
Með blæðandi hjarta af ástarsorg, sem fáir hafa víst getað tekið
alvarlega, gerðist hann landshornaflækingur. Róni. Yfirlæknir
geðsjúkrahússins á Kleppi fékk hann til meðferðar, afvötnunar,
og vildi að hann yrði sviptur sjálfræði og haldið þar ævilangt, sem
tilraunadýri, segir Jóhannes. En endurhæfingin stóð skemur í það
skipti, og endranær er hann var settur í afvötnun, með því að
hann var sannfærður um að hann væri ekki drykkjusjúklingur,
hann hefði nefnilega ástæðu til að drekka. Og honum tókst að
sannfæra aðra um þetta. Hann úrskurðaði yfirlækninn á Kleppi
persónulegan óvin sinn og sendi honum eitruð skeyti í bæklingi
sem hann ritaði um þetta leyti, nefndi Villigötur. Auk þess sem
hann í bæklingnum ræðst á persónur fleiri manna en yfirlæknisins
er í bæklingnum samantekt um undirheimalíf Reykj avíkurborgar
eins og það kom honum fyrir sjónir á svallárunum, um brugg,
vændi og spillingu innan lögreglunnar, um Reykjavíkurbar og
White star, Hótel Borg og Hótel ísland.
Á fylleríi á Seyðisfirði varð Jóhannes skyndilega altekinn af
þeim ásetningi að fara til Vínarborgar og leita þar lækninga við
ástsýki sinni, þar var Freud, þar var sálgreiningin upprunnin.
Heim var hann sendur á kostnað ríkisins eftir sukksama ferð um
nokkur Evrópulönd en til Austurríkis komst hann ekki og þá ekki
til Vínar. En farareyri hafði honum ekki orðið skotaskuld úr að
útvega sér. Hann kaus að dvelja á Litla-Hrauni sér til hressingar
eftir að hafa losnað úr höndum yfirvalda.
Svo var hann hættur neyslu deyfandi lyfja og tekinn að huga að
þýðingum og tímaritsútgáfu. Bækurnar voru tvær og fjölluðu um
flóttamann frá Sovétríkjunum, réttinn til útgáfu þeirrar síðari gaf
upphaflegur rétthafi honum og hún seldist mjög vel því að Jó-
hannes hafði fengið bágt frá Þjóðviljanum fyrir þá fyrri - að vísu
einkum fyrir málfarið. Sjálfur tók hann að sér verkið vegna sam-
semdar við aðalpersónuna, af þeirri afgerandi ástæðu; honum
þótti líkt á komið fyrir sér eftir að vera sloppinn úr óvina höndum.
Sönnu nær mun þó vera að yfirvöldum hafi verið maðurinn með