Skírnir - 01.01.1985, Page 321
SKÍRNIR UTANGARÐSSKÁLDIÐ JÓHANNES BIRKILAND 253
„Ástin er hinn eini tilgangur í lífinu,“ segir skáldið Jóhannes
Birkiland.
Menn höfðu greitt seint og illa fyrir Framtíðina og Jóhannes,
sem alla tíð var haldinn af lítt viðráðanlegri flökkuhneigð, notaði
þetta tilefni og fór í innheimtuferðir vítt og breitt um landið, hafði
þó varla von um að innheimtist fyrir ferðakostnaðinum. Fimm
árum eftir að Framtíðin hætti að koma út var hann farinn af stað
með ársfjórðungsritið Lífið. Segir um það:
Ég tók að gefa út eitt gagnmerkasta rit, sem út hefir verið gefið á íslenzku.
Þetta gat ég gert vegna þess, að tugir ágætra menntamanna rituðu stórfróð-
legar greinar í ritið ókeypis. Auk þess þýddi ég úr dönsku, sænsku, þýzku,
frönsku og spönsku fræðandi ritgerðir um uppeldismál, er ég hafði feikna
áhuga á . . . “40
Þess má geta að meðal menntamanna þessara var Þórbergur
Þórðarson, hann átti tvær ritgerðir í tímaritinu og var önnur
rúmar hundrað síður á lengd. Af sama tilefni ritar Jóhannes:
t>að varð ekki umflúið, að fást við svonefnd „ritstörf“. Þó að ég vildi sízt af öllu
þurfa þess, var auðsæilega svo komið, að eitthvað slíkt varð ég að leitast við
að gera. Þá hófst síðasti áfangi draumóranna í bókmenntum. Þetta varð há-
mark „ídealismans" og þau mestu vonbrigði, er ég hefi orðið fyrir í sambandi
við útgáfu bóka.41
Hann á við tímaritið. „Vildu íslendingar ekki menntast láta“,
segir hann.
Það var ekki háttur Jóhannesar að þegja um það sem honum
þótti misgert við sig. Og þegar útgáfustafsemi hans var orðin
gjaldþrota í annað sinn lýsti hann því yfir að hann væri „dauður
íslensku þjóðfélagi". Hann hafði fleytt sér áfram á greiðasemi
manna lengur og víðar en svo að jafnað verði til nokkurs annars
íslendings í fljótu bragði, en sannfærðist nú um að hann væri í
„óvinalandi“. Lét sig ekki muna um að nota orðið „þjóðfélag“ í
ádrepum sínum á fólk sem alls ekki var þjóðfélagslega meðvitað
eins og það nú heitir, vel flestir ekki vitað hvað maðurinn var að
fara.
Hann hafði alla tíð verið firrtur vaxtarskilyrðum sem hann taldi
nauðsynleg til að geta orðið að manni, manneskjan félagsvera og