Skírnir - 01.01.1985, Síða 322
254
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
gagnkvæm áhrif milli hennar og samfélags hennar nauðsynleg til
að dómgreindarþroski geti orðið: hann hafði mætt góðsemi af því
tagi sem dýr mæta af mönnum, stundum, ekki gagnrýni, ekki vits-
munalegu viðmóti nema e. t. v. í einhverjum undantekningartil-
vikum. Um vin eða vini, fyrr eða síðar, geta heimildir ekki. í
bernsku var hann ofmetinn með marklausum hætti, á fullorðins-
árum vanmetinn með álíka fráleitum hætti. Rökhugsun hans
sagði honum þegar hann taldi að fullreynt væri að hann ætti ekki
heima í slíku þjóðfélagi, það rúmaði ekki lífsskoðanir hans,
heimssýn hans.
Hann gerði ítrekað tilraunir til að flytjast af landi brott, þá orðinn
fjölskyldumaður. Ráðgerði að setjast að í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, dvaldist í þessum löndum ásamt fjölskyldu sinni. En
óráðskenndur lífsmáti hans gerði þessar fyrirætlanir að engu.
Hann komst ekki burt. Hann tók að kenna þess og þar með varð
íslenskt þjóðfélag honum víti. Ekki þó þesskonar sem hann hafði
dreymt á unglingsárunum heldur skynsemishyggjumanns, ekki
trúræknilegt heldur þess sem kennir að hann sé á valdi afla sem
séu fjandsamleg allri viðleitni hans til sjálfsvitundar á skynsam-
lega vísu, ég vísa til úttektar á Sjödjöflahúsinu hér að framan.
Hann hafði lokið við ævisöguna þegar hér var komið. Hún
gerði honum fært að líta yfir farinn veg, sjá afglöp sín í einni sjón-
hendingu. En það hugrekki, sem hann segir nauðsynlegt til að
geta tekið upp nýja hætti gat ekki orðið hans því að þjóðfélagið
sýndi honum ekki fram á að hann hefði nokkurt nytsemisgildi.
Það jók aðeins á bágindi hans að vera orðinn sér vitandi um van-
kanta sína en jafnframt að sá dómgreindarþroski, sem hann taldi
að hann þyrfti að taka út til að afmá þá, yrði aldrei hans. Sú fram-
vinda, sem orðið hafði í þjóðfélagsmálunum íslensku á stríðsár-
unum og fyrstu árum eftir stríð, styrkti hann enn frekar í þessari
vissu. Lýðveldisstofnunin sem hann taldi ófyrirgefanlegan dóna-
skap við Danakonung eins og á stóð, „þann ágætismann". Stríðs-
gróðinn, fenginn fyrir hörmungar annarra; með okursölu á fiski.
Bandarískir viðskipta- og neysluhættir sem hann hafði reynslu af
og fyrirleit. Og úrkosturinn, sem t. d. franskir menningarfröm-
uðir gripu til upp úr stríðslokum og íslenskir menntamenn tóku
upp úr þessu að tileinka sér á flækingslífi í Parísarborg, var