Skírnir - 01.01.1985, Side 324
256
ÞORSTEINN ANTONSSON
SKÍRNIR
honum á efri árum beygur hans við ógnir sem hann taldi á sér
mæða og sá ofsjónum yfir: flensufaraldrar urðu honum farsóttir,
kirtlaveiki barna hans varð ekki læknuð vegna vantrúar hans á úr-
ræði lækna, og breyskt sambýlisfólk það og það sinnið, hótelstjór-
ar, kadettar á Hernum, varð í augum hans óþjóðalýður. Ástríða
hans eftir mannlegum samskiptum var jafn mögnuð og áður en nú
afmynduð, lýsti sér í að sama skapi magnaðri heiftrækni.
Fjölskylduhættir hans voru yfirstéttarlegir, hvað sem efnum
leið og það eftir að þau voru engin orðin. Samkvæmur nauð-
hyggju sinni taldi hann enn sem áður að þjóðin ætti að leggja sér
upp í hendur verkefni sem sæmdi gáfum hans og hæfileikum,
helst forstjórastöðu í stórfyrirtæki, samtímis gerði hann sér grein
fyrir að hann var smámunasamur, húðlatur. Og hann dembdi
skömmum og svívirðingum yfir hvern sem var, hvað sem var,
með hverri þeirri aðferð sem honum var tiltæk; engin leið hefði
verið að koma lögum yfir þau meiðyrði öll og menn reyndu það
ekki. Þó bar hann bæklinga sína í hús sem áður og ferðaðist með
þá langar leiðir til að selja.
En kannski kenndu margir þess að því var líkast sem sjálfur
dauðabeygurinn í brjósti okkar allra brytist fram í þessum orða-
flaumi, upphrópunum um háska, stórháska; með þessari hræðslu
og ómarkvissum ákærum á hendur allra og einskis. Kannski námu
fleiri en sögðu angistina í ofsafenginni baráttu þessa manns við að
finna tilfinningum sínum tilefni í áþreifanleikanum. í freyðandi
ádeilum hans á stríðsmang, vændi, ástand, sukk, skömmum hans
um kirkju og kirkjuvald. Barnslegri undrun hans yfir hve létt
bændaþjóðfélagið fór með að gera hann að ræfli fyrir lífstíð - vit-
andi, og hver sem vill getur komist að því líka, að hann var ekki
bara greindur eins og sveitungar hans fundu snemma heldur fjöl-
hæfari en svo að lífskilyrði þau sem urðu hans gætu orði honum
annað en þistlatreyja.
Þýðingar Jóhannesar eru sérviskulegar, bókanna, og líka
málfar hinna erlendu greina, honum var ævinlega mest í mun að
brjótast að kjarnanum, þessum manni, og síðan bregða á hann
fangamarki sínu. Slík áfergja lýtir yfirleitt ljóð hans á íslensku,
sem hann einkum orti á því skeiði er hann gaf út tímaritið og birti
þar; á hinar þýddu bækur sletti Þjóðviljinn orðinu „prentsmiðju-