Skírnir - 01.01.1985, Síða 327
Ritdómar
André Malraux
HLUTSKIPTI MANNS.
Thor Vilhjálmsson þýddi úr frönsku,
Svart á hvítu 1983, 284 bls.
Á frummálinu heitir sagan: La condition humaine.
Loksins er þessi fræga saga út komin á íslensku, réttri hálfri öld eftir að hún
birtist fyrst. Má þá Skírni fyrirgefast, þótt ritdómur hans komi ári síðar en við
hefði mátt búast.
Skáldsaga þessi var fjórða bók höfundar, sem var þrjátfu og tveggja ára
þegar hún birtist, 1933. Hún hlaut þegar eftirsóttustu bókmenntaverðlaun
Frakklands, Goncourt verðlaunin, og þar með varð Malraux frægur. Eftir það
var hann lengi eitt virtasta skáld Frakka, og þótt víðar væri leitað.
Sagan fjallar um nýliðin stjórnmálaátök í fjarlægum heimshluta - Kína
1927. Ýmsir herstjórar ráða hver sínu svæði í Norður-Kína, en suður-
hlutanum ræður þjóðernissinnuð fjöldahreyfing, Kuomintang. Hún er mjög
sundurleit, þar eru bændur, smáborgarar ýmiskonar og verkalýðsleiðtogar;
kommúnistar og íhaldsmenn. Sovésk stjórnvöld þjálfuðu her Kuomintang,
réðu t. d. mestu um herskóla hreyfingarinnar. 1926 sækir her hennar norður,
og nær síðan öllu Kína á sitt vald. Við þann sigur hlaut hreyfingin að
splundrast, því nú urðu leiðtogar hennar að velja á milli stéttarsjónarmiða.
Öreigalýður til sveita var farinn að taka undir sig jarðir stórbænda, sem stutt
höfðu Kuomintang. Og þegar her Kuomintang heldur inní helstu hafnarborg
Kína, Sjanghæ, þá verður stjórnandi hans, Sjang Kai shek, að velja milli
stuðnings verksmiðjueigenda og viðskiptajöfra annars vegar, en hinsvegar,
baráttu verkalýðsins fyrir betra lífi, gegn þessum auðherrum. Sjang kaus toll-
tekjurnar af Sjanghæ og stuðning landeigenda með fjöldamorðum á
kommúnistum og félögum þeirra í apríl 1927. Þó hafði kínverski kommúnista-
flokkurinn reynt að halda aftur af byltingarbaráttu alþýðu, en boðað samstarf
ýmissa stétta Kínverja gegn erlendum yfirráðum. Það gerði hann að boði for-
ystu Alþjóðasambands kommúnista, þ. e. Stalíns og Búkharíns. En Trotsky
barðist gegn þessari stefnu og boðaði byltingarbaráttu alþýðu.
Hér er ekki rúm til að fjalla um fyrri bækur Malraux. Þó verður að nefna,
að önnur og þriðja gerast líka í Austurlöndum, og raunar fjallar önnur bók
hans, sem birtist 1928, Sigurvegararnir (Les conquérants) um sama efni og