Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 328
260
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Hlutskipti manns. Skýring þess virðist vera heldur óbókmenntalegur ritdómur
sem Trotsky skrifaði um Sigurvegarana í febrúar 1931.1 Það er út af fyrir sig
ágæt saga, en í henni er eins og kínverska byltingin eigi upptök sín á skrifborði
Borodins, fulltrúa Alþjóðasambands kommúnista, að minnsta kosti er svo að
sjá sem hann og fáeinir aðrir valdamenn stjórni framgangi hennar algerlega í
gegnum símann. Það sem Trotsky gagnrýndi einkum í Sigurvegurunum, var
að þessir menn skyldu sýndir sem byltingarmenn, þar sem þeir ástunduðu þó
einkum að halda aftur af fjöldanum, og sveigja baráttu hans undir forræði kín-
verskrar borgarastéttar. Malraux svaraði þessu, og hefi ég ekki séð svar hans,
en skv. Lucien Goldmann2 lagði hann áherslu á að Sigurvegararnir væru skáld-
saga, en ekki „frásaga í skáldsöguformi“ eins og Trotsky hafði sagt. Síðan tók
Malraux til við að verja stefnu Stalíns á þeim forsendum að kommúnisminn
hafi verið það veikburða í Kína 1927, að hann hefði ekki getað ráðist gegn inn-
lendri borgarastétt þá. Goldmann bendir réttilega á, að hér missást Malraux
um umfang stefnu Stalíns, hann hélt aftur af byltingunni og stundaði stétta-
samvinnu, ekki bara í Kína 1927, heldur almennt, hvarvetna.
Þennan formála þurfti til að skýra breytinguna sem verður með Hlutskipti
manns. Því þar ríkir ofangreint sjónarmið Trotskys! Og það svo mjög, að úr
verður mikilvæg bókmenntanýjung. Fram að þessu snerust sögur Malraux um
sterka einstaklinga, sem glímdu við vandamál sín - eða við vandamál samfé-
lagsins. í þeim ríkir því einstaklingshyggja, svo sem almennt var í vestrænum
bókmenntum. Þetta á einnig við um Sigurvegarana, þar eru það einstaklingar
sem framkvæma byltingu fjöldans. En í Hlutskipti manns er söguhetjan ekki
lengur einstaklingur, heldur hópur byltingarmanna, og raunar vísar sá hópur
stöðugt útfyrir sig, til fjöldahreyfingarinnar. Byltingarmennirnir Kyo, Katoff
og Tséng eru allir ámóta mikilvægir og fyrirferðarmiklir í sögunni.3 Þetta er sú
bók, sem bókmenntahreyfingu vinstrisósíalista hvarvetna dreymdi um að
skapa. Listagóð hetjusaga úr samtímanum, sem sýnir kommúníska byltingar-
hreyfingu alþýðufjöldans sjálfs. En svo, þegar bókin loksins var komin, þá gat
hreyfingin ekki haldið henni á lofti! Það er vegna þess að bókin er byltingar-
verk, og þá um leið hatrömm árás á andbyltingarstefnu stalínista. Enda þótt
þessi bókmenntahreyfing hampaði Malraux mikið, eftir að hann varð frægur
fyrir Hlutskipti manns, þá hefi ég lítið séð minnst á þessa bók í öllu því sem ég
hefi Iesið af ritum hreyfingarinnar.
En við lestur þessarar sögu rifjast upp gömul deila. Helsti kenningasmiður
bókmenntahreyfingarinnar, Ungverjinn Georg Lukácz, gagnrýndi Ottwald
1. Leon Trotsky: La révolution étranglée (9. febrúar 1931, bls. 378-392); De la révolution étranglée et
desesétrangleurs(SvartilMalraux, 12. júlí 1931, bls. 393-401) í: Littérature et révolution. 10/18, Union
générale d’éditions, Paris 1974.
2. Lucien Goldmann: Pour une sociologie du roman. Gallimard, Paris, 1964, bls. 153-4. Meginhluti
þessarar bókar (bls. 59-277) fjallar um skáldsögur Malraux.
3. Sjá nánar Goldmann, bls. 156 o. áfr.