Skírnir - 01.01.1985, Page 329
SKÍRNIR
RITDÓMAR
261
nokkurn, sagnaskáld, fyrir að láta eina og sömu skáldsögu gerast ýmist á sam-
yrkjubúi í Sovétríkjunum, eða á fundi helstu kornkaupmanna í Kanada. Luk-
ácz fannst það endurspegla beint glundroða og firringu lífshátta nútímans í
auðvaldsheiminum, en sagnaskáld ættu að sýna heildarmynd af lífinu, alhliða
einstakling sem stæði djúpum rótum í samfélagi sínu, svo sem Balzac hefði
sýnt. Ottwald svaraði eitthvað á þá leið, að samfélagið væri orðið miklu marg-
þættara og örlögvaldar þess alþjóðlegri en var á fyrri hluta 19. aldar. En Luk-
ácz vildi segja alla söguna frá sjónarhóli samyrkjubónda, og alþjóðleg áhrif
kæmu þá fram í sögunni eins og sá bóndi skynjaði þau. Þessi deila birtist í
þýsku útlagatímariti, árið áður en Malraux birti Hlutskipti manns. En þessi
saga er einmitt samkvæmt þeirri stefnu sem Lukácz var að deila á. Hér ægir
sarnan sundurleitustu textum: morðsögu í Sjanghæ (1. k.), deilum um stalín-
isma og trotskisma (III. hluti), greinumfjármálalíf í Kína (bls. 178o.áfr.), og
skopsögu um fjármálaauðvaldið í París (VII. hluti). Frammi fyrir yfirvofandi
ógn fjöldamorða fara menn allt í einu að ræða um sérkenni japanskrar mynd-
listar (bls. 160-161)!
En betur að gáð, ráðast öll þessi efnisatriði af sömu stefnu. Því skapar þetta
í senn fjölbreytni, og gerir söguna áhrifaríka, lesendur hafa á tilfinningunni,
fremur en augljóst sé, „að héðan falla vötn öll til Dýrafjarðar“. Má því segja
að Malraux hafi rækilega afsannað kreddur Lukácz. En sama sjónarmið ræður
fléttu sögunnar á annan hátt líka. Hún fylgir til skiptis fimm persónum: bylt-
ingarmönnunum Tséng, Kyo ogHemmelrich, ævintýramanninum Clappique,
sem er bandamaður þeirra í öðrum samfélagshópi, og höfuðandstæðingi
þeirra, auðherranum Ferral. Fjölbreytnin verður að meiri við það, hve ólíkir
byltingarmennirnir eru innbyrðis, Tséng hryðjuverkamaður, en Kyo meiri
marxisti, Hemmelrich þjáningin og tilfinningaleg uppreisn holdi klædd. Auk
þess er Rússinn Katoff, snjall byltingarleiðtogi sem dylst undir gervi trúðs.
Clappique er trúður af öðru tagi og skoplegri, en í frásögnum af honum birtist
einnig sú ógn sem vofir yfir byltingarmönnum. Og enn mætti lengi segja frá
fjölbreytileika persónanna. í tali þeirra margra koma fyrir margvísleg minn-
ingabrot, sem saman skapa litríka þjóðlífsmynd - ekki fyrst og fremst af Kína,
heldur af alþjóðlegum heimi sögupersóna, og einkum af byltingarbaráttu
undanfarins aldarfjórðungs. í samræmi við þetta leyfir Malraux sér að skipta
oft um sjónarhorn. Hann sér inn í hug hverrar persónu, einnig síðustu hugs-
anir deyjandi manns (bls. 255), til skiptis í hug karls og konu sem eru að tala
saman, og er einnig ofar hug beggja (bls. 99, sjá einnig 144). Höfundur hefur
hugsað sem svo, að taki fólk skáldsögu trúanlega, þá er það af því að það vill
trúa henni, a. m. k. í svip, og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af sennileika skv.
ströngustu raunsæishefð. Frásögnin verður hröð og fjölbreytt við þessi öru
umskipti sjónarhorns. Og f samræmi við þetta leyfir Malraux sér skýringalaust
ótrúlegustu tilviljanir við að leiða fólk saman I þessu milljónaþéttbýli, t. d.
Kyo og Tséng í Hantsjó (bls. 120), Tséng og gamla kristindómskennara hans
í Sjanghæ (bls. 141) - af því að flétta sögunnar krefst þess, í síðartalda tilvik-
inu til þess að Tséng geri upp við kristna trú rétt áður en hann hefst handa um