Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 331
SKÍRNIR
RITDÓMAR
263
undir ermum verkamannsins, lögreglumenn og aðrir þjónar yfirstéttarinnar
eru huglausir og haldnir kvalalosta, o. s. frv. Malraux forðast þetta vandlega.
Útliti persóna er lýst þannig að hver hefur sín sérkenni, en þær eru þó ekki
óvenjulegar, og útlitið segir ekkert um innri mann. Frekar að það villi um,
hvað varðar Katoff og Tséng. Þessi regla er þó ekki algild. Þaö er raunar bein-
línis tekið fram um Ferral, að hann forðast gervi iðjuhölds, en talað um fágað
tillitsleysi í svip hans (bls. 70). Fínlega er kynnt undirtylla hans, Martial lög-
regluforingi: „hermannsandlit sýnu svipminna en miklar herðar hans gáfu til
kynna“ (bls. 70). Og Vologin, fulltrúi Stalíns, er kellingarlegur og hóglífisleg-
ur, með klerklegar hendur (bls. 115 og 120). Allt á þetta að skapa andúð á
honum eins og málkækur hans: „semsagt", sem gerir tal hans óeðlilegt, ogþar
með virðist það óeinlægt.
í áróðursræðu eða grein er sagt að auðvaldið standi gegn réttindabaráttu al-
þýðu, en í skáldverki nægir það ekki, heldur þarf að sýna hvernig tiltekinn
auðherra, sem lesendur kynnast, beitir sér, og hversvegna. Því kynnumst við
Ferral náið sem einstaklingi, einnig andspænis skrípamyndum fjármálaauð-
valdsins í VII. hluta. Þar kemur á daginn að öll barátta Ferrals fyrir að bjarga
fyrirtækjum sínum, þar með talin fjöldamorðin, eru unnin fyrir gýg - í þeim
skilningi, að fyrirtækin farast. En auðvitað hljóta þá önnur að koma í þeirra
stað, með samskonar hagsmuni. Aðalandstæðingur byltingarmannanna er
ekki samkvæmt klisju; en það er frekar hitt, hvernig hann talar til lögreglu-
stjórans Martial; af fyrirlitningu sem sá síðarnefndi þorir ekki að rísa gegn
(bls. 72). Og fangavörður er þvílíkt úrþvætti, að byltingarmaðurinn Kyo
furðar sig á að hann skuli vera samkvæmt klisjunni (bls. 237)! Malraux er ekk-
ert feiminn við að nota klisjur, en hann lætur þær bara ekki yfirbuga sig (t. d.
hefst þessi spennusaga á morði - en því er þá lýst frá sjónarhóli morðingjans,
og angist hans). Og skipting persónanna í byltingarmenn og andstæðinga
þeirra er jafnframt skipting í tvenns konarmenn. Byltingarmennirnir eru hver
með sínu móti - en allir fórna þeir sér vegna ástar á öðrum. Því er það sann-
mæli (bls. 254-5), þegar þeir bíða þess í skólagarðinum að verða drepnir: „Á
öllu því svæði jarðarinnar sem þessi hinsta nótt grúfði sig yfir, þá var þessi
kvalastaður sá sem þrungnastur var af karlmannlegri ást.“ En König, sá sem
sendir Kyo í dauðann, er algerlega ofurseldur hatri á kommúnistum. Uppgjör
Kyo og konu hans May sýnir að þau geta ekki skilist andspænis yfirvofandi
ógn, ekki einu sinni til að tryggj a líf May. Eins og samtal Hemmelrichs og Kat-
offs um ástúð og byltingarbaráttu (bls. 168-177) er þetta skörp andstæða við
kvennastúss Ferrals í næsta kafla á eftir (bls. 177-195, einnig 99-103), það er
fullkomlega geldur valdalosti, konur eru Ferral deyfilyf, hann leitar aðeins
sjálfs sín. Ósigur hans á þessu sviði kallar á hefndir á stjórnmálasviðinu, eins
og auðmýking Königs (bls. 224).
1 ljósi þessa skilst hversvegna sögupersónur eru að ræða japanska myndlist,
heimspeki og viðlíka hluti í hita baráttunnar. Þær eru þá að ræða lífsskoðun
sína, taka afstöðu til þess hvað sé inntak lífsins, fyrir hvern og einn þeirra. Og