Skírnir - 01.01.1985, Side 332
264
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
það er af því að þeir eru heilir menn, andstætt hetjum sósíalrealískra verka,
en þær eru jafnan holdtekjur hlutverka, svo sem alræmt er, það einkenndi líka
fasíska „list“: „Móðirin", „bóndi“ , „hermaður", o. s. frv.
Ýmislegt mætti enn telja um hvernig sagan nær því áhrifavaldi, sem löngu
er heimsfrægt. Það nægir að nefna kröfur verkfallsmanna (bls. 69) til að les-
endur taki afstöðu með þeim: „Aðeins tólf stunda vinnu á dag“, „Enga vinnu
barna undir átta ára aldri", „Rétt handa verkakonum til að setjast". Víða í
sögunni eru dregnar upp magnaðar myndir af umhverfi söguhetjanna, sem
segja mikið um líf þeirra eða eru forboði mikilla atburða: Sjanghæ (bls. 12),
verksmiðjuhverfin (bls. 20), brynvarin lest í orrustu (bls. 110); þegar rætt er
um hvort hægt sé að sætta andstæður Sjang Kai shek og kommúnista, er jafn-
framt lýst taktföstum vélanið, sem gefur í skyn óviðráðanlegt afl (bls. 125).
Sagan er vel fléttuð, t. d. með samþjöppun, barn Hemmelrichs kvelst stöðugt,
læknir þess er May, kona Kyo; Pei, félagi Tséng, skrifar May um Hemmelrich
í sögulok. Enn betur er fléttað með minnum eins og því, að byltingarmenn í
Sjanghæ setja traust sitt á „tvö hundruð þúsund atvinnuleysingja í Hantsjó",
sem eiga að geta myndað byltingarher. Allir tala um þennan möguleika eins
og hann væri orðinn pólitískt afl, en þegar til Hantsjó kemur, þá reynist sama
talan eiga við um örugga andstœðinga byltingarinnar í Hantsjó, byltingar-
menn yrðu ekki nema tíundi hluti þess fjölda (bls. 97,105,116,118). Margir
aðiljar sýna fram á það, hver í sínum þjóðfélagshóp, og hver með sínu orða-
lagi, hvílíkt feigðarflan stéttasamvinnustefna stalínista er. Og lesandinn fylg-
ist með því á ýmsum sviðum, hvernig hún leiðir til þess eins, að Sjang Kai shck
getur sundrað liði byltingarmanna og afvopnað, áður en hann ræðst gegn því.
Vopnin, sem allt snýst um í upphafi, verða áþreifanlegt tákn þessarar tog-
streitu um sjálfstæði byltingarhreyfingarinnar eða undirgefni. Og pólitísk
ákvörðun, um að myrða Shang Kai shek, birtist lesendum í viðbrögðum fólks
og togstreitu um allt aðra hluti og hversdagslegri, á yfirborðinu, í fornmuna-
versluninni og fyrir framan hana (bls. 144-9). Þannig öðlast sagan líf.
Með þessari merku skáldsögu var Malraux nánast búinn að vera sem skáld-
sagnahöfundur. Skýringin er stórpólitísk, og „í draumi sérhvers manns er fall
hans falið“. Eftir ósigurinn í Sjanghæ 1927 snerust stalínistar til harðrar ein-
angrunarstefnu, og börðust einkum gegn sósíaldemókrötum, sem höfuðand-
stæðingum verkalýðsbyltingarinnar. Sú stefna hefur átt drjúgan þátt í upp-
gangi fasismans víða um heim, ekki síst í Þýskalandi 1933. I febrúar 1934
reyndu fasistar að ná völdum í Frakklandi. Miklar götuóeirðir urðu, en sjálf-
sprottin vörn franskrar alþýðu varð upphaf almenns bandalags gegn fasisman-
um. Stalínistar snerust til þátttöku í því í júní, og André Malraux, heims-
frægur fyrir baráttusöguna Hlutskipti manns, varð leiðtogi þessarar hreyfingar
og táknmynd. Næstu ár liðu á ráðstefnum og í ræðuhöldum, Malraux varð
forseti Alþjóðasambands rithöfunda til varnar menningunni, sem stofnað var
í París sumarið 1935, og hélt þing árlega. Þegar Spánarstyrjöldin braust út,
1936, skipulagði Malraux sjálfboðasveit flugmanna gegn fasistum, og flaug
sjálfur orrustuflugvél. Alþjóðasamband rithöfunda lognaðist útaf við griða-