Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 333
SKÍRNIR
RITDÓMAR
265
sáttmála Stalíns og Hitlers, haustið 1939. Malraux barðist í neðanjarðarhreyf-
ingunni frönsku og slapp naumlega frá aftökusveit. Eftir stríð snerist hann
gegn kommúnistum, og fylgdi de Gaulle æ síðan, tvívegis sem menntamála-
ráðherra. Hann lést 1976.
Frá þessum baráttuárum Malraux eru þrjár skáldsögur hans. 1935 birtist Le
temps du mépris, en hún kom út á íslensku undir heitinu Á vargöld í tímaritinu
Rétti 1943-6. Hún er býsna ólík sögunni Hlutskipti manns, og er af sósíalreal-
ísku tagi. Árið 1937 birti Malraux mjög langa skáldsögu úr Spánarstríðinu,
sem þá hafði staðið í ár, L’Espoir (Vonin). Um hana virðist mér með sanni
mega hafa orð Trotskys um Sigurvegarana: Frásögn í skáldsöguformi, sundur-
laus mjög. Loks birtist Les noyers d’Altenbourg (Hnetutrén í Altenbúrg)
1947, og hefur aldrei þótt tíðindum sæta, frekar en saga sem hann birti 1943
(Baráttan við engilinn). Eftir þetta skrifaði Malraux aðallega um listasögu.
Það eru mikil tíðindi þegar slík bók er þýdd á íslensku, sem þessi er, og
ástæða til að kanna hvernigþað er gert. Yfirleitt sýnist mér það hafa tekist vel,
en þó verður að gera fáeinar athugasemdir.
í fyrsta lagi hefur ekki verið gengið nógu vel frá þýðingunni til prentunar.
Rangt er lesið úr hrafnasparki, mætti ætla, á bls. 41, talað um „þrjátíu ungar
konur úr árásarsveitunum", en þar á að standa: árað««sveitunum, og að
margar þeirra hafi verið drepnar, en ekki einhverjir þeir drepn/r. Á bls. 51
stendur: „Þeir skilja það ekki“, en á að vera: Þér skiljið . . . Á bls. 152 er
hæðnislega talað um „að hljóta að launum Misem umbun“ og hefur gleymst að
strika út aðra klausuna sem ég skáletra. Hins vegar hefi ég ekki rekist á nema
eina prentvillu: „þökk sé þeim löndum sem tengja Consortium við verulegan
hluta af Kínverska viðskiptaheiminum,“ - á að vera: böndum (bls. 267).
í annan stað hafa stundum fallið niður orð (sem ég skáletra hér): „Þessir
hlutir eru sendir af miðlara í föstum viðskiptum" (bls. 31), „Félli Sjanghæ í
hendur byltingarhernum, leiddi af því að Kúomintang yrði loksins að velja
milli lýðræðis og kommúnisma“! (bls. 71), „Það er ekkert Kúomintang til. Það
eru hinir bláu og þeir rauðu,“ (bls. 95). Lýsing Tséng eftir að hann kastar sér
með sprengju undir bíl Sjang Kai shek: „hann reyndi að komast í buxnavas-
ann. Enginn vasi lengur, engar buxur lengur, enginn fótur lengur. Tœtthold, “
(bls. 197). Og þegar Ferral reynir árangurslaust að telja fulltrúa franskra
banka á að aðstoða fyrirtæki sín, verða orð viðmælanda hans óskiljanleg.
Ferral: „Við höfum skapað Consortium vegna þess að frönsku bankarnir í
Asíu fylgdu þess konar tryggingarstefnu að þeir enduðu með því að lána Eng-
lendingum til þess að þurfa ekki að lána Kínverjum. Við fylgdum áhœttu-
stefnu. Það er . . .
Ég þorði ekki að segja það
. . ljóst.“
í þriðja lagi þykir mér stundum helsti hrátt þýtt. Ég tek hér upp fáeinar
slíkar klausur, og set breytingartillögur mínar í svigum aftan við: „Hin
minnsta hreyfing olli því“ (bls. 22: við minnstu hreyfingu), „Hann hvarf
burt . . . áþekkur sinni eigin skrípamynd" (bls. 31: eins og skrípamynd af