Skírnir - 01.01.1985, Síða 334
266
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
sjálfum sér), „Gleymdu ekki áfenginu sem hjálpar" (bls. 38: Gleymdu ekki að
áfengið hjálpar til), „því verra fyrir kerruhlauparann!" (bls. 149, „Tant pis“ á
frönsku: skítt með . . .), „Vesalings gamli minn“ (bls. 151: „mon pauvre
vieux“: kæri Hemmelrich minn). Talað var um „hvað hann væri snöggur upp
á lagið, væri hann stunginn af napóleanskri mýflugu" (bls. 267. Þarf ekki að
kunna frönsku til að skilja þetta mýflugutal? í því máli merkir þetta orðatil-
tæki að verða gripinn af dillu, eða eitthvað því um líkt).
f fjórða lagi kemur nokkrum sinnum fyrir að rangt sé þýtt. Um Gisors segir
(bls. 37) að Tsjang-Tso-Lin hafi rekið hann úr starfi við háskólann í Peking
„vegna kennsluhátta“. Pað er ólíkt herstjórum að hafa áhyggjur af slíku, enda
þýðir „enseignement“ bara kennsla. Katoff ætlar í hættuför og segir við Kyo:
„Þetta er ekki rétti tíminn til þess að sleppa þér“ (bls. 36), en hann vill einmitt
ekki fá hann með í förina, þarna á að standa: ekki rétti tíminn til að þú látir
skjóta þig, þ. e. hættir á það. Tséng játar fyrir Gisors að hann hafi framið
morð, og fyrirlíti „hina sem ekki drepa: hina veikgeðja (bls. 52). Orðið sem ég
skáletra er þýðing á „puceau" sem þýðir: hreinn sveinn, þ. e. í þessu tilviki:
hina óreyndu. Þýðingin gefur hér ranga mynd af hugarfari Tséngs, og það er
öllu verra en hitt, að hún ýkir verulega lærdómsframa Ferrals (bls. 73): „með
doktorsgráðu í sagnfræði ekki nema tuttugu og sjö ára gamall“, en franska
orðalagið agrégé d’historie merkir bara að hann hafði öðlast réttindi til fram-
haldsskólakennslu í sögu. Clappique gefur bílstjóra tvo dollara og segir:
„þetta frjálslyndi“ er með það fyrir augum að þú getir keypt þér li-lítinn
harðkúluhatt." (bls. 201). En í stað orðsins sem égundirstrika á að standa ör-
lœti sem þýðing á libéralité. Af sama stofni er orðið libérée, ranglega þýtt (á
bls. 207): „Hann hrökk við, vísvitandi: þrekvaxin ljóshærð þjónusta, hispurs-
laus, hafði sest við hliðina á honum.“ - Þarna á að standa að konan var orðin
laus - frá síðasta viðskiptavini. Þegar dregur að uppgj öri í Sj anghæ er talað um
Fnykinn af „hræjum“ (bls. 152) - þetta síðasta orð er eitt af þeim sem greina
á milli manna og dýra, en þarna er átt við lík, það má ekki fara milli mála. „það
leikur enginn vafi á því að bróðurparturinn af fjármagninu verður veittur kín-
versku stjórninni" (bls. 270), á að vera: það kemur ekki tilgreina að . . .,svo
sem sést af setningunum í kring. Mér þykir hæpið að segja að þeir hórist undir
ríkið (bls. 271), sem stunda það eitt að græða á því, væri ekki betra að segja:
hórast með?. „Þegar þið hafið hórast undir Ríkið, þá takið þið dugleysi ykkar
fyrir visku og haldið að það dugi að vera á skyrtubolnum einum til þess að
verða eins og Venus frá Milo, sem er fulllangt gengið." - Þetta á Ferral að vera
að hugsa, og er þá greinilega absúrdisti mikill, því franskir fjármálamenn um
1927 voru ámóta líklegir til að ganga um á skyrtubolnum og hin gullfagra stytta
af Venus frá Milo er það. Hún er hinsvegar handleggjalaus, og það er sú þýð-
ing sem allar orðabækur mér kunnar gefa á franska orðinu manchot - þó svo
að það sé skylt orðinu manche: ermi.
Enn gæti ég talið upp ýmsar aðfinnslur, og kynni þá sumt að vera álitamál.
En þeir gallar sem ég hefi hér talið, hefðu a. m. k. flestir horfið við svolítið
meiri vinnu. Það er gremjulegt að sjá hæfileikamann gera verr en hann getur.