Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 335
SKÍRNIR
RITDÓMAR
267
Hitt vil ég leggja áherslu á, að bókin heldur mœtti sínum í íslenskri gerð.
Kemur þar tvennt til: yfirleitt þýðir Thor vel, hefur góð tök á þessu, og í annan
stað er þanþol bókarinnar eða máttur það mikill, að hún stenst þessi meiðsli.
Örn Ólafsson
Björn Th. Björnsson
ÞINGVELLIR
STAÐIR OG LEIÐIR
195 bls.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1984
Hér er komin þörf bók um Þingvelli, góð bók og falleg. Svo sem undirtitill
gefur til kynna, fjallar hún fyrst og fremst um sögustaðina og leiðir innan þjóð-
garðsins. Höfundurinn er trúr þessu verkefni sínu og skrifar lítt um lífríki eða
jarðfræði né heldur þjóðsögur tengdar svæðinu.
Á fyrstu 46 síðum bókarinnar er fjallað um þingstaðinn, Lögberg, Lögréttu
og þingbúðirnar. Það er augljóst, að höfundurinn hefur víða leitað fanga.
Hann hefir lesið ein ókjör af bókum og bókarköflum er varða Þingvelli, svo
sem af tilvitnunum má sj á, og blandar alltaf með hugleiðingum sínum um staði
og málefni, þannig að aðaláherzlan komi á það sem trúverðugast má telja að
hans mati. Auðvitað má lengi deila um eitt og annað í sögu Þingvalla, þar sem
fátt er um varanlegar minjar á landinu, og styðjast verður við hugmyndir, get-
gátur og það sem líklegt má telja. Mér sýnist, að höfundur hafi komizt vel frá
þessu verki og rökstyðji vel sitt mál. Mér þykir vænt um athugasemdir hans á
bls. 40, þar sem hann rökstyður það, að búðirnar hafi verið miklu betur úr
garði gerðar og búnar en margir hafa álitið og haldið á lofti. Þarna voru höfð-
ingjar á ferð, skrautgjarnir margir hverjir og vildu láta fara vel um sig.
Næsti kafli fjallar um hina sorglegu og skuggalegu hlið sögustaðarins á Þing-
völlum, þ. e. a. s. dóma og refsingar, sem mestmegnis komu niður á lítilmagn-
anum, sem fékk ekki varið sig gegn ofríki og hindurvitnum hinna myrku alda,
og skorti stuðning af sterkum frændgarði, orðgnótt eða jafnvel fé. En svona
var það og um það verður að fjalla sem annað.
Þá er röðin komin að Almannagjá sem höfundur telur réttilega ná frá Þing-
vallavatni norður í Ármannsfell, enda þótt ýmsir hlutar gjárinnar eigi sér nöfn
sem almennt eru meira notuð í daglegu tali. Þessi kafli er alveg frábær og er
greinilegt, að höfundur er þarna gagnkunnugur. í þessum kafla er skrá yfir
jurtir úr Snókagjá, fróðleg upptalning, svo að ekki verður með öllu sagt, að
höfundur nefni hvergi lífríki Þingvalla.
í næstu köflum eru öðrum gjám þjóðgarðsins gerð góð skil og er þar mikill
fróðleikur saman tíndur. Flestir Þingvallagestir láta nægja að líta á hina eigin-
legu Almannagjá, eins og höfundur nefnir gjárhlutann frá Hakinu að Drekk-
ingarhyl, svo og Hvannagjá og Nikulásargjá eða Peningagjá. Um aðrar gjár