Skírnir - 01.01.1985, Síða 338
270
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
stöðu er ekki andstæða milli fráblásinna og fráblásturslausra lokhljóða. f bak-
stöðu á undan þögn (algjörri bakstöðu) eru öll hljóð, einnig sérhljóð, borin
fram með blæstri, sem er loftþrýstingsjöfnun á undan þögninni, því að öll
þekkt málhljóð (nema svokölluð clics „smellihljóð“ í tungumálum í suður-
hluta Afríku) eru borin fram með hærri loftþrýstingi í lungum en loftþrýst-
ingur andrúmsloftsins er. Eftir því hljóðritunarkerfi, sem höfundur notar,
hefði verið rökrétt að hljóðrita fráblásin lokhljóð [p t kj k] og fráblásturslaus
lokhljóð [b d gj g[, en ekki blanda saman hljóðtáknum eins og gert er sums
staðar í bókinni (t. d. á bls. 38 og víðar). Einnig er vafasamt að tala um [dl dn]
sem „lateraler“ og „nasaler Explosivlaut" (bls. 25-26). Engin rök eru færð
fyrir því, að þetta sé eitt hljóð, en sennilega hugsar höfundur sér svipuð rök
og í bók sinni frá 1937 (Kress 1937, bls. 92-97), en ég hygg, að erfitt muni að
sannfæra íslendinga, að hér sé um eitt hljóð en ekki hljóðasamband að ræða.
Erlendir hljóðfræðingar virðast hins vegar hneigjast nokkuð í þá átt að líta á
þessi hljóðsambönd sem eitt hljóð, þvf að sama skoðun kemur fram hjá
Bernárdez (1972) og Malone (1923), en fullnægjandi rök hafa aldrei verið
gefin fyrir þessari túlkun.
Á bls. 35 hefði átt að geta þess, að langt [n:] er einnig borið fram á eftir
„breiðum“ sérhljóðum í tökuorðum eins og kúnni „viðskiptavinur" og enn-
fremur, ef [n:] myndast úr samlögun [t]n] eins og í lungna, tungna [lun:a,
tun:a], sem er mun algengari framburður en framburður sá, sem gefinn er
[luqna, turjna] (bls. 39). Þá erog mjög vafasamt, að til sé ííslenzkuhljóðið[w]
ámilli ú, ó og u, t. d. íbúa [bu:wa] oggróum [grou:wYm] (bls. 42). Venjulegur
framburður þessara orða er [bu:a. grou:Ym] eða [grou:vm] (sem þá fellur
saman í framburði við grófum), en um framburðinn með [v] er ekki getið.
Á bls. 42-54 hefur höfundur dregið saman í stutt yfirlit helztu hljóðbreyt-
ingar (hljóðvarp, klofningu, brottfall o. fl.), sem sumar hverjar eru enn virkar
í íslenzku. Þessi hluti hefur heppnazt mjög vel og gefur greinargott yfirlit um
þennan flókna þátt íslenzks máls.
í heild má segja, að mjög sé til bóta, að sunnlenzkur framburður er álitinn
aðalframburður íslenzku, enda er norðlenzkur framburður á undanhaldi og í
miklum minnihluta og er því alla vega rangt í kennslubók að skoða hann sem
aðalframburð íslenzks máls, hvert sem tilfinningagildi hans kann að vera.
Beygingafræðin (bls. 55-166) er jafnyfirgripsmikil og setningafræðin og nær yfir
rúmar 100 bls. Hefur höfundur tekið ýtarlega til greina gagnrýni Hreins Benedikts-
sonar (1965). Það eru því aðeins nokkur smáatriði, sem gera þarf athugasemd við.
Á bls. 60 er gefið þágufall eintölu með greinipottnum, en sennilega er tíðarapott-
inum, sem einnig er gefið í athugasemd (bls. 61). Á bls. 61 er gefið hringnum
[hrirjnYm, en einnig hefði átt að geta umtramburðinn [hrin:Ym]; sama gildir um
peningnum [peniqnYm], sem einnig er til [pc :nin:Ym (bls. 61) og er að öllum
líkindum algengara í því formi í talmáli. Á bls. 70 er ónákvæmni með orðið
afurðir. Það er algengast sem fleirtöluorð eins og höfundur tekur fram, en til
sveita er það a. m. k. töluvert notað í eintölu, t. d. „það er engin afurð af
þessu“ er setning sem oft má heyra. Á bls. 81 hefur slæðzt inn villa varðandi