Skírnir - 01.01.1985, Síða 339
SKÍRNIR
RITDÓMAR
271
framburð orðsins leikendur. Framburður er [ki:g£ndYr] með uppmæltu góm-
lokhljóði, en ekki frammæltu hljóði eins og gefið er.
Varðandi viðskeyttan greini í þágufalli fleirtölu -unum er réttilega gefinn
framburðurinn [-inYm] sem aðalframburður og er það tvímælalaust rétt, ef
miðað er við talmál (bls. 82).
Á bls. 87 hefði verið rétt að hljóðrita talmálsform lýsingarorðsins ern, ernan;
kvenkyn eintölu eignarfall ernrar og eignarfall fleirtölu ernra [edn. ednan,
ednar, edna]. Annar framburður er bókstafsframburður og varla notaður í
talmáli. Þá hefði mátt geta þess, að fyrra i-ið í mikiller í vissum föllum [i:], en
ekki [i:], hugsanlega fyrir áhrifsbreytingu frá lítill, enda þótt það komi ekki
fram í stafsetningu. Eins og lýsing höfundar er (bls. 88) er ekki hægt að sjá
framburðinn á ótvíræðan hátt.
í stigbreytingu lýsingarorða er gjarna getið um, ef tvö form eru tii í miðstigi
og efstastigi. Geta hefði mátt um, að knár hefur í efstastigi tvö form knástur
og knáastur (bls. 93) og máttugurh&ím tvö form í miðstigi máttugri og máttug-
ari (bls. 94). Atviksorðið varfærilega er vafasamt, að til sé. Sennilega á
höfundur við varfœrislega eða varfœrnislega (bls. 96).
Gefin eru töluorðin fjörutíu og níutíu (bls. 100), en rétt hefði verið að geta
þess, að einnig eru til orðmyndirnar fjörtíu og nítíu. Þá er undirritaður mjög
í vafa um, að til sé orðasambandið einastur allra (bls. 100) í íslenzku. Hins
vegar eru til aleinastur og sá einasti, sem höfundur getur ekki um.
Varðandi persónufornöfnin (bls. 104) hefði átt að geta þess, að fornöfn
þriðju persónu eru oft (einkum í eintölu) notuð sem eins konar greinir með
eiginnöfnum: hann Þórir, hún Anna, hann Jón o. s. frv. Þá hefði mátt geta
þess, að í talmáli er hver og hvor mjög oft ruglað saman og bæði fornöfnin
notuð um fleirtölu. Fjölmargir íslendingar, og þar er undirritaður engin
undantekning, þurfa að veita því sérstaka athygli, að hvorer notað um tvítölu
til að geta notað þetta fornafn „rétt“, en í talmáli er þessu oft ekki veitt athygli
og bæði fornöfnin eru notuð um fleirtölu. Þá mun einnig mega telja til ný-
mæla, að höfundur talar ekki um tilvísunarfornöfn, heldur lítur á sem og er
sem tilvísunarorð og er það í samræmi við skoðanir Höskuldar Þráinssonar
(1980), enda þótt þetta sjónarmið hafi til þessa lítinn hljómgrunn fundið í ís-
lenzkum málfræðibókum.
Lýsing sagnbeygingarinnar er, eins og raunar allt annað í bókinni, mjög
hefðbundin. Lýst er fjórum flokkum veikra sagna og sjö flokkum sterkra
sagna. Höfundur tekur einnig upp sem reglulega beygingu „resultativ-situa-
tive Konjugationen“ (bls. 152-156) (vera búinn að o. s. frv.) og „inchoative
Konjugation“ (bls. 158-159) (fara að gera), „kursive Konjugation" (bls.
159-162) (vera að e-u) og „modale Erweiterungen“ (bls. 162-166), en það er
mjög í anda nútíma málfræðinga að líta á þessi samsettu form sem reglulegar
beygingarmyndir. Sennilega er kursiv hugsað sem leitt af latínu currere
„hlaupa", en nafngiftin er ekki heppileg, því að kursiv hefur yfirleitt allt aðra
merkingu („skáletur"). Betra hefði verið „progressive Konjugation“ eða
svipuð nafngift.