Skírnir - 01.01.1985, Side 340
272
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
Yfirleitt er ekki margar athugasemdir að gera við lýsingu sagnanna, enda er
hér að mestu um að ræða beygingardæmi og safn dæma fyrir hvern einstakan
flokk. Þó er ástæða til að gera eftirfarandi minni háttar athugasemdir:
Sögnin að/e/fl í merkingunni „trúa e-m fyrir e-u“ er yfirleitt sterkt beygð:
fela - fól-fálum (fólum)-falið, en í merkingunni „hylja, þekja, dylja“ er hún
yfirleitt beygð veikt: fela - faldi - falið (sbr. bls. 131).
Á bls. 142 hefði átt að geta þess, að venjuiegu boðháttarformin eru með við-
skeyttu fornafni -ðu, -tu. í fleirtölu er fornafniðþið dregið saman í sérhljóðið
eitt í framburði: komiði „komið þið“. Hins vegar eru boðháttarform í eintölu
sjaldgæf án viðskeytts fornafns, jafnvel í ritmáli. Pá hefði á bls. 143-144 verið
heppilegt að gera nánari grein fyrir merkingu miðmyndarinnar, en höfundur
hefur þar að vísu nokkra afsökun, því að miðmyndin hefur verið nokkurs
konar hornreka í íslenzku sagnbeygingunni og fáir hafa gert tilraun til að lýsa
merkingu hennar, svo að í nokkrum smáatriðum sé. Þá verður og að reikna
höfundi það til frumleika, að hann talar ekki um framtíð í íslenzku sagn-
beygingunni, heldur eru samsettar myndir með munu og skulu flokkaðar
undir „modale Erweiterungen“ (bls. 162-165). Þetta er tvímælalaust til bóta,
því að í íslenzku er málfræðilega engin framtíð til (bls. 166), þótt auðvitað sé
hægt að tákna framtíð merkingarlega á ýmsan hátt.
Seinni hluti bókarinnar, setningafræðin (bls. 167-273), er alveg nýr og
nokkurn veginn jafn viðamikill og beygingarfræðin. Höfundur hefur safnað
saman miklum fjölda dæma og flokkað þau eftir orðflokkum og merkingu.
Þýðing er ekki gefin, nema það sé talið nauðsynlegt til að skýra dæmin fyrir
þýzkum lesanda, svo að þessi hluti bókarinnar gerir enn frekar en fyrri hlutinn
ráð fyrir talsvert viðamikilli þekkingu á íslenzku máli. Þar eð hér er að mestu
leyti um að ræða flokkun dæma eftir aðferðum og út frá sjónarmiði hefðbund-
innar málfræði, er ekki ástæða til margra athugasemda. Sérstaklega athyglis-
verður er kaflinn um greininn (bls. 167-178) með miklum fjölda dæma, sem
nauðsynleg eru, því að notkun greinis í íslenzku er talsvert frábrugðin notkun
greinis í ýmsum öðrum Evrópumálum, t. d. þýzku. Á bls. 178 eru gefin mörg
dæmi þar, sem greinir er ekki notaður að sögn höfundar. Ymislegt er þar óná-
kvæmt, því að mörg þessara dæma geta einnig haft greini, t. d. svíkjast undan
merkjum (eða merkjunum), hér í borg (eða í borginni), ganga niður í fjöru
(eða fjöruna) o. s. frv.
Setningafræðin er eini hluti bókarinnar þar sem höfundur gerir tilraun til
þess að nota vissa málfræðikenningu til að lýsa fyrirbærum málsins og skýra
setningabyggingu. Er það hugtakið póll, sem höfundur hefur skýrt annars
staðar (Kress 1975). Með þessu hugtaki er ætlunin að lýsa hlutfalli milli sagnar
og setningahluta, sem háðir eru sögninni. Eru frá sjónarmiði pólhugtaksins
til ýmsar gerðir sagna: nullpolige, einpolige, zweipolige, dreipolige Verben
(bls. 210-223). Minnir þessi lýsing nokkuð á lýsingar í orðtengslamálfræði
(„Dependenzgrammatik“, sjá t. d. Engel 1977), en virðist samt algjörlega
óháð henni og einungis hugmynd höfundar. Það er samt margt ákaflega óljóst
í sambandi við þessa hugmynd, t. d. staða forsetningaliða og vissra lýsingar-