Skírnir - 01.01.1985, Page 341
SKÍRNIR
RITDÓMAR
273
orða með tilliti til sagnar. 1 heild virkar þessi rammi losaralegur og virðist
nánast aukaatriði í lýsingunni. Það er skaði, að höfundur reyndi ekki að skrifa
íslenzka málfræði í þessum anda, en slíkt hefði orðið allt önnur bók, þar sem
ef til vill væru fleiri tilefni til gagnrýni, en eigi að síður athyglisverð tilraun til
lýsingar íslenzks máls.
Þar eð dæmin eru flest tekin úr ýmsum ritum, er ekki ástæða til annars en
ætla, að þau séu nokkuð góður spegill íslenzkrar málnotkunar nútímans. Eitt
þeirra fáu dæma, sem efast má um að sé íslenzk málnotkun, er samt hann sneri
á stað heitnleiðar (bls. 231). Venjuleg málnotkun væri hann lagðiafstað heim-
leiðis, en dæmi af þessu tagi eru samt mjög fá í hinu mikla dæmasafni bókar-
innar.
í bókinni er mjög ýtarleg uppflettiorðaskrá (bls. 274-307) yfir íslenzk orð,
sem koma fyrir í bókinni og er því ákaflega gagnleg. Prentvillur koma fyrir, en
eru í heild mj ög fáar og prentunin er yfirleitt mj ög vel af hendi leyst. Þessi bók
er gott yfirlit yfir hefðbundna „rétta“ málnotkun eins og hún er kennd í
skólum og er fyrst og fremst málfræði ritmálsins. Þótt viðamikil sé, er hún
samt ekki alveg tæmandi eins og höfundur tekur fram (bls. 6). Talmál er hins
vegar sjaldan Iagt til grundvallar, enda er þar erfiðara um vik og má raunar
segja, að rannsókn íslenzks talmáls sé rétt að byrja. Þrátt fyrir nokkur gagn-
rýnisverð atriði, sem finna má, er hér samt um ágæta bók að ræða og kær-
komna viðbót við lýsingar íslenzks nútímamáls, sem til eru á erlendum
málum. Magnús Pétursson
Ritaskrá
Bernárdez, Enrique. 1972. E1 sistema consonántico del islandés moderno.
Filología moderna 45, 327-335.
Engel, Ulrich. 1977. Syntax der deutschen Gegenwartssprache. Berlin: Erich
Schmidt Verlag.
Hreinn Benediktsson. 1965. Ritdómur um Bruno Kress, Laut- und Formen-
lehre des Islándischen (Halle 1963). Lingua Islandica - íslenzk tunga 6,
109-117.
Höskuldur Þráinsson. 1980. Tilvísunarfornöfn? íslenzkt mál ogalmenn mál-
frœði 2, 53-96.
Kress, Bruno. 1937. Die Laute des modernen Islándischen. Berlin: Institut
fúr Lautforschung.
Kress, Bruno. 1963. Laut- und Formenlehre des Islándischen. Halle (Saale):
VEB Max Niemeyer Verlag.
Kress, Bruno. 1975. Zum Verháltnis syntaktischer Strukturen zu Strukturen
der objektiven Realitát, dargestellt am Islándischen. í: Karl-Hampus
Dahlstedt (útg.), Proceedings of the Second International Conference of
Nordic and General Linguistics, University of Umeá, June 14-19, 1973.
Bls. 539-547. Stockholm: Almqvist & Wiksell.
Malone, Kemp. 1923. The phonology of modern Icelandic. Menasha: George
Banta Publishing Co.