Skírnir - 01.01.1985, Side 342
274
SIGRÚN ÁSTRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Miguel de Cervantes
DON KÍKÓTI FRÁ MANCHAI-VIII
Guðbergur Bergsson íslenskaði
Almenna Bókafélagið, Reykjavík, 1981-1984.
I
Margir líta á bók sem einangrað fyrirbæri úr tengslum við allt nema ákveðið
þjóðfélag ákveðins tíma. Slíkir menn telja eflaust að það sé tímaskekkja að
vera að þýða söguna um don Kíkóta á íslensku og gefa hana út á íslandi nær
fjórum öldum eftir að Cervantes skrifaði hana á Spáni. Aðrir kjósa að líta á
skáldverk í víðara samhengi (telja til dæmis að sérhvert skáldverk sé tilbrigði
við annað eldra og þannig koll af kolli) og taka þá væntanlega undir orð Guð-
bergs Bergssonar í grein hans um þýðingar:
. . .verkin eru undirstaða sem hægt er að reisa á byggingu síðar, yngri verk
nýrra bókmennta. Ef undirstöðuna vantar svífur allt í lausu lofti. (Tímarit
Máls og menningar, 5., 1983.)
Sautjándu aldar lesendur hafa eflaust þekkt þær riddara- og hirðingjasögur
sem skírskotað er til í Don Kíkóta, þessar skírskotanir hafa minna gildi fyrir
hinn almenna lesanda á 20. öld, hæpið að hann þekki til þessara bókmennta,
enda láta flestir sem á annað borð leita aftur til fyrri alda bókmenntasköpunar
sér nægja að fleyta rjómann af. Hins vegar eru á þessu sígilda verki aðrar
hliðar en þær sem beinast að riddarasögunum, atriði sem við komum auga á nú
en 17. aldar lesendur renndi ekki grun í. Og þótt skírskotanir til bókmennta
fyrri alda fari að einhverju leyti fyrir ofan garð og neðan nú á dögum, er
kannski einn og einn lesandi sem rekst á kunnugleg atriði úr yngri tíma bók-
menntum. Tímabært var orðið að þeir Islendingar sem lesið hafa Fielding,
Scott, Defoe, Dickens, Unamuno eða Borges (svo að nokkrir séu nefndir)
kynntust undirstöðunni, og kannski að einhverjir íslenskir rithöfundar byggi
á þessum grunni þegar fram líða stundir.
t>að fer dálítið eftir löndum hvað Don Kíkóti hefur haft mikil áhrif á skáld-
sagnagerð. Kannski sagan hafi óvíða haft jafnmikil áhrif og í Bretlandi, enda
eiga Bretar gott safn þýðinga sem gerðar hafa verið á Don Kíkóta í tímans rás.
Shelton reið þar á vaðið og þýddi fyrri hlutann árið 1612 (hann kom út á Spáni
árið 1605) og í kjölfarið fylgdu margir, jafnvel nokkrir á hverri öld. Þannig er
orðin til hefð fyrir því að þýða þetta öndvegisverk Cervantesar í Bretlandi og
þótt framtakið sé alltaf lofsvert, enda í mikið ráðist, má segja að brautin hafi
verið rudd þegar á 17. öld. Öðruvísi er framtak Guðbergs Bergssonar því að
hann á sér enga íslenska fyrirrennara (sem þýddu verkið óstytt og létu gefa út)
og Don Kíkóti á sér enga beina afkomendur í íslenskri skáldsagnagerð. ís-
lenski þýðandinn stendur því hálfpartinn í sömu sporum og Cervantes og
Shelton, brautryðjandi og velgjörðarmaður eigin menningar, en kannski er
framtak hans mikilfenglegra en þessara manna því að meira en þrjár aldir að-