Skírnir - 01.01.1985, Page 345
SKÍRNIR
RITDÓMAR
277
hann ímyndar sér að skrásetjarinn muni nota afar skrautlegt og upphafið mál
í riddarasagnastíl:
Vart hafði hinn ljósbjarti Appollo breitt gullna lokka síns unaðslega
hadds yfir ásjónu hinnar breiðu, víðáttumiklu jarðar, og tæpast höfðu
litlir, litskrúðugir fuglar með hörpustreng á tungu fagnað í mildu og
blíðlátu samræmi komu hinnar rósfingruðu morgungyðju, sem reis úr
mjúkri rekkju síns afbrýðisama eiginmanns og steig gegnum svalir og
dyr sjóndeildarhrings sýslunnar Mancha og birtist dauðlegum
mönnum, þegar riddarinn frægi, don Kíkóti frá Mancha, reis úr leti-
ham . . .
Á spönskunni lítur textinn þannig út:
Apenas había el rubicundo Apolo tendido por la faz de la ancha y esp-
aciosa tierra las doradas hebras de sus hermosos cabellos, y apenas los
pequenos y pintados pajarillos con sus harpadas lenguas habían salu-
dado con dulce y meliflua armonía la venida de la rosada aurora, que,
dejando la blanda cama del celoso marido, por las puertas y balcones
del manchego horizonte á los mortales se mostraba, cuando el famoso
caballeroDonQuijotedelaMancha,dejandoIasociosasplumas . . .
Á báðum málum er þessi upphafsmálsgrein í ímynduðu sögunni óskaplega
löng og íburðarmikil og augljóslega er hún svona til að hæðast að stíl riddara-
sagnanna. Guðbergur fylgir spánska textanum svo að segja orð fyrir orð, en
breytir orðaröð samkvæmt íslenskunni. Eitt af því sem einkennir málsgrein-
ina er ofgnótt langra lýsingarorða og svo skemmtilega vill til að lýsingarorðin
sem vísa til fuglanna stuðla bæði hjá höfundi og þýðanda („pequenos y pint-
ados“, „litlir og litskrúðugir“). Háðið felst í því að þessi orðmarga málsgrein
er í hróplegri andstöðu við það málfar sem hinn raunverulegi skrásetjari sög-
unnar notar: „Vegna ræðuhaldanna reið hann lúshægt, en sólin reis hratt á
lofti og skein svo heitt að hún hefði brætt í honum heilann, ef eitthvað hefði
verið eftir í höfðinu."
Annað dæmi mætti taka úr XVIII. kafla fyrri hlutans þegar don Kíkóti og
Sansjó mæta tveimur stríðandi herjum í sauðargæru og höfðinginn hugvits-
sami er ekki lengi að sjá hverjir eru þarna á ferð:
Aquel caballero que allí ves de las armas jaldes, que trae en el escudo
un león coronado, rendido á los pies de una doncella, es el valeroso
Laurcalco, senor de la Puente de Plata . . .
Og í þýðingunni segir: