Skírnir - 01.01.1985, Page 346
278
SIGRÚN ÁSTRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þú sérð kempuna þarna með logagyllt vopn, og á skildinum krýpur
karlljón fyrir framan ungmey, þetta er hinn djarfi Lárkalkur, höfðingi
Silfurbrúarinnar.
Orðið „jalde“ sem Cervantes notar er fornt og skýrt neðanmáls í spönskum
útgáfum sem „amarillo encendio“ (logandi gulur) og samsvarar því eins og
best verður á kosið íslenska orðinu „logagylltur“. Reyndar er ljónið á skildi
kempunnar krýnt (eins og skjaldarmerkisljóni ber) en Guðbergi láist að krýna
það. Þetta er smáatriði, þótt kannski ljónið og hin forna kempa séu á öðru
máli. Setningin sem vitnað er í hér að framan er upphafið að langri upptaln-
ingu á hugdjörfum köppum sem er lýst í smáatriðum með mörgum orðum og
skrúðmiklum og því í svipuðum dúr og fyrra dæmið. En eins og fyrri daginn
er háðið skammt undan: „Heyrirðu ekki hnegg hesta og lúðraþyt og dynjandi
trumbuslátt?“ spyr don Kíkóti. „Ég heyri ekkert nema mikinn hrúta- og
rollujarm,“ svaraði Sansjó.
Tína mætti til fleiri dæmi af svipuðu tagi og bera saman við þýðingu
Guðbergs, en óþarft er að fara nánar út í þá sálma. Ljóst virðist að stíll Guð-
bergs er einungis uppskrúfaður og ofhlaðinn þar sem frumtextinn er slíkur.
Hann virðist ekki reyna að setja í íslenska textann nein einkenni sem ekki eru
til staðar í þeim spánska. Ekki virðist hann heldur keppa að því að hafa þýð-
ingu sína „guðbergska“, en það hendir stundum í þýðingum mikilsmetinna rit-
höfunda að þeirra eigin persónulegi stíll er alls ráðandi og í slíkum þýðingum
hljóta „blæbrigði frummálsins" að fara fyrir ofan garð og neðan, enda ekki
laust við að þess háttar þýðendur séu að reisa sjálfum sér stall fremur en höf-
undunum sem þeir þýða verkin eftir. Hitt er svo annað að mönnum gengur
misvel að ná stíl eins eða annars rithöfundar. Guðbergur virðist vera næmur
fyrir Cervantes, aftur á móti virðist hann fara halloka í glímunni við Borges,
en það er önnur saga.
IV
í spánska textanum úir og grúir af orðaleikjum og varla við öðru að búast en
einhverjir þeirra glatist í þýðingu. En þýðandinn lifir sig svo inn í anda verks-
ins að stundum virðist hann bæta okkur þetta upp með öðrum. Ekki svo að
skilja að hann fari fullfrjálslega með textann þannig að leikir hans virðist
smekklausarýkjur eða agaleysi, þvert á móti, leikirnir eru í fullu samræmi við
heildaráferð og anda þess texta sem verið er að þýða.
í VIII. kafla fyrri hlutans, rétt áður en frásögnin hættir í miðjum klíðum
vegna „heimildaskorts“, er sagt frá bardaga don Kíkóta og biskajamannsins:
Hann beið riddarans og hlífði sér með sessunni, því engin leið var að
aka múlösnunni, sem komst ekki úr sporunum sökum þreytu og skorts
á reynslu í þessari tegund af asnalátum (leturbr. mín).