Skírnir - 01.01.1985, Page 350
282
SIGRÚN ÁSTRlÐUR EIRÍKSDÓTTIR
SKlRNIR
Annað dæmi um lausn Guðbergs á slíkum útúrsnúningum er að finna í
XXIX. kafla seinni hlutans. Þar sigla þeir félagar upp fljótið Ebro, þá rekur
örfáa faðma frá árbakkanum, en don Kíkóti skynjar þessa örfáu faðma sem
mörghundruð mílur og býst til að sigla yfir miðbaug. Sansjó spyr hvað þeir hafi
þá farið langt og don Kíkóti svarar: „Mucho . . . según el cómputo de Ptolo-
meo, que fué el mayor cosmógrafo que se sabe . . .“. Og þýtt er á íslensku:
„Langleiðina . . .samkvæmt útreikningi Tólómeusar, mesta heimslýsara sem
umgetur . . .“. Sansjó skilur orðin ekki: „ . . .vuesa merced me trae por tes-
tigo de lo que dice á una gentil persona, puto y gafo, con la anadidura de
meón . . .“, hann heldur sem sagt að hið mikilsmetna vitni sé holdsveikur
(gafo) melludólgur (puto) sem mígur mikið (meón). Guðbergur þýðir:
„ . . .yðar náð nefnir sem vitni göfugmenni með lýs á tólinu ogmígur í þokka-
bót . . .“. Ekki er þetta beinlínis dæmi um fágaðan húmor Cervantesar,
heldur bara eitt af mörgum dæmum um að þýðandinn þarf að eiga í stöðugri
glímu við ýmiss konar leik að orðum í frumtextanum, og þessum leik kemur
hann til skila af eins mikilli trúmennsku og honum er unnt. Reyndar er ekki
ósennilegt að erfiðara sé að þýða bókmenntatexta sem fullur er af glensi og
skrípalátum en háalvarlegan texta eða hetjulýsingar. Það er áreiðanlega ekki
á allra færi að þýða hinn spaugsama anda sem svífur yfir þessu verki Cervant-
esar, en það er einmitt aðalkosturinn á þýðingu Guðbergs hve vel honum tekst
að koma þessum 17. aldar anda til skila.
VI
Einstakar „smávillur“ rakst ég á, enga þannig að skipti sköpum fyrir heildar-
merkingu eða uppbyggingu verksins. En slíkar minniháttar villur benda þó til
þess að þýðandi þarf ekki einungis að búa yfir hæfileikum til að láta „hinn er-
lenda texta flæða gegnum skilninginn“, (eins og Guðbergur segir í áður-
nefndri grein sinni), heldur þarf hann einnig að vera nákvæmur og vandvirkur
í vinnubrögðum.
Sagan El curioso impertinente er nefnd sagan um óskammfeilna forvitnis-
segginn í fyrri hlutanum, en í seinni hlutanum er forvitnisseggurinn orðinn sví-
virðilegur. í XXXV. kafla fyrri hlutans, í eins konar eftirmála að sögu
fangans, lætur Guðbergur föðurinn skipta eigum sínum milli fjögurra sona þó
svo að í sögu fangans séu synirnir aðeins þrír. I LIV. kafla seinni hlutans eru
fyrirætlanir Ríkota nokkuð loðnar í þýðingu Guðbergs:
Nú er ætlun mín, Sansjó, að sækja fjársjóð sem ég gróf í jörð og get það
áhættulaust, enda utan við þorpið, og skrifa dóttur minni eða ná henni
frá Valensíu ásamt konunni minni sem ég veit að er í Algeirsborg . . .
En örfáum línum neðar segir Ríkoti að dóttir sín sé stödd í Serklandi. í
frumtextanum segir: „ . . .y escribir ó pasar desde Valencia á mi hija y á mi